Prestafélagsritið - 01.01.1934, Síða 188
182
ERLENDAR BÆKUR
sendar til umsagnar.
Presiafélagsritið.
Norskar bækur.
Eivind Berggrav: „Legeme og sjel i karakterliv og gudsliv“. —
Oslo. H. Aschehoug & Co. 1933. 253 blaðsíður að stærð. —
Það þarf naumast að kynna Berggrav biskup fyrir prestum
vorum, því að flestir þeirra, og eflaust margir aðrir, munu
hafa lesið eitthvað eftir hann í tímaritinu „Kirke og Kultur“,
eða einhverja af bókum hans. Allir þeir, sem kynst hafa ritum
hans, vita, að hann sameinar það tvent, að vera frumlegur rit-
höfundur og alþýðlegur í allri framsetningu. Þessi nýjasta bók
hans mun af mörgum talin ein meðal beztu rita hans, og á
hún brýnt erindi til presta og hvers þess manns, er fylgjast
vill með í rannsóknum nútímans á sambandi sálar og likama.
„Lukas-evangeliet“ fortolket av Lyder Brun dr. theol., profes-
sor i teologi. — Forlagt av H. Aschehoug & Co. Oslo 1933—
1934. — 1,-—10. hefte. — Alls 655 bls. — Hvort hefti kostar
kr. 2.70 n.
Þetta ágæta skýringarrit má hiklaust ráða prestum til að kaupa.
Kjörið rit í „Bókasöfn prestakalla".
Arne Arnborg: „Pá eterens vinger. Radio-andakter“. — Oslo
1933. Lutherstiftelsens Forlag. — 198 bls. —
Oft þykir mönnum minna til þess koma að lesa prédikanir
en að hlusta á þær, og er slíkt eðlilegt, ef ræðurnar eru vel og
skörulega fluttar. ÍJtvarpsræður þessa norska prests er ánægju-
legt að lesa, þær eru örfandi og ná til nútímalífsins.
„Norsk teologisk Tidskrift", 4. h. 1*933 og 1.—3. h. 1934. — Oslo.
Gröndahl & Söns Forlag.
Ennfremur hafa Prestafélagsritinu verið sendar þessar bækur
frá Noregi, gefnar út 1933 og 1934 á „Lutherstiftelsens Forlag“
i Oslo:
Sverre Norborg: „Bör Oxford-bevegelsen overföres til oss?“
— Oslo 1934. —
Gustav Mevik: „Stedfortrederen“. — Oslo 1933. —
„Til lys og kraft pá livsvejen. Ord og tanker". Samlet og utgitt
av Aurore Tisell. Oversatt av Aslaug Elvenæs. — Oslo 1933.