Syrpa - 01.10.1919, Page 13

Syrpa - 01.10.1919, Page 13
S Y R P A 79 a<5i þar foss. BáSum megin viS laekinn voru grasbalar og víSa bezta engi. En þegar nokkuS dró frá læknum, byrjaSi gisinn og smávaxinn gremskógur og lá hann upp í miSjar hlíSar^ en þá tóku viS háir hamrar, sem sýndust eins og kastalar, þegar maSur stóS niSri í dalnum. Þeir Ingólfsson og Morris og Indíánarnir (fylgdarmenn þeirra) komu í dalinn stundu eftir hádegi, og leituSu um hann alian fram og aftur, hátt og lágt, alt til kvölds. En þaS kom íyrir ekki. Þeir fundu hvergi bústaS hins hvíta manns^ og urSu hans hvergi varir. En þeir sáu för eftir sólaSa skó (eSa stígvél) á stöku staS viS lækinn. -- Þeir bjuggu um sig í dalsbotninum og voru þar um nóttína og allan næsta dag. Ln þaS fór á sömu leiS, aS ekkert sást til hins hvíta manns. BaS Ingólfsson þá Morris og Indíánana aS fara út úr dalnum meS hestana og heim aS Indíána-þorpinu, en sagSist ætla aS búa um sig í skóginum viS fossinn og bíSa þar tvo eSa þrjá daga, og vita, hvort hann yrSi þar ekki var viS manninn. — Fóru þeir Morris og Indíánarnir á burtu meS hestana, þegar fariS var aS skyggja um kvöldiS, en Ingólfsson skreiS inn í þéttan runn skamt frá fossinum. Hann vafSi ullarteppi (blankett) utan um sig, hafSi hlaSinn riffilinn viS hliS sér, og sofnaSi stuttu eftir dagsetriS. Ekki leiS löng stund frá því aS Ingólfsson sofnaSi, og þangaS til hann hrökk upp viS þaS, aS kallaS var til hans. Reis hann upp, greip riffilinn og gekk út úr runnanum. Sá hann aS maSur stóS meS ljósker í hendi. Var maSur þessi hvítur á hörund, mik- ill vexti og kraftalegur. NokkuS var hann hníginn á efri aldur, og var hár hans og skegg silfurgrátt. Hann var höfSinglegur í sjón aS sjá, og alvarlegur á svip, eins og sá, er oft hefir komist í lífsháska eSa orSiS fyrir þungum hörmum. “Sæll vertu!” sagSi Ingólfsson, þegar hann steig út úr runn- inum. “Gott kvöld!” sagSi hinn aldraSi maSur og tók í hönd hans, og var handtakiS þýtt og lýsti einurS og karlmensku. “Mér þykir fyrir aS hafa vakiS þig og gera þér bilt viS. Eg hefi kallaS til þín tvisvar eSa þrisvar, því eg kunni því illa, aS þú lægir úti svona svala nótt, og þaS rétt viS híbýli mín — svo aS segja undir húsveggnum. Mig langar til aS bjóSa þér inn í hús mitt og biSja þig aS dvelja þar svörtustu nóttina.” “Eg er þér af hjarta þakklátur,” sagSi Ingólfsson og virti hinn aldraSa mann fyrir sér. “Eg hefSi vafalaust drepiS á dyr hjá þér í kvöld, hefSi eg séS hús þitt; en eg hefi ekki séS hér í

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.