Syrpa - 01.10.1919, Blaðsíða 22

Syrpa - 01.10.1919, Blaðsíða 22
88 S Y R P A myndarlegu, ungu Indíána-konu. “En má eg spyrja þig að einu, herra Hamar?" “Velkomið,” sagði Hamar brosandi. “Mig langar til að vita hvaða atvinnu þú stundaðir áður en þú fórst hingað vestur til fjallanna.” “Það er næsta erfitt að svara því,” sagði Hamar, “því að eg hefi verið við ótal margt riðinn um dagana, og víða farið um sjó og lönd. Eg hefi lært 'margt, en ekkert til hlítar. Og eg hefi alla æfi neytt míns brauðs í sveita míns andlitis; eða með öðrum orð- um: eg hefi lengst af unnið heiðarlega strítvinnu. Eg stundaði að vísu bóknám við æðri skóla um nokkur ár, eins og þú, en eg fann að Iokum, að það átti ekki við mig, gerði mig of kveifar- legan og dró mig um of frá móðurbrjóstum náttúrunnar. ----Kon- an mín er að bjóða þér niðursoðnar fíkjur, sem geymdar hafa verið í sykri. — Vertu svo góður!" “Þakk!” sagði Ingólfson og tók við lítilli tréskál, sem Indí- ánakonan góða rétti honum “Sagðu mér nokkuð, herra Hamar, hvernig fórstu að vita, að eg hafði stundað nám við æðri skóla?” “Eg sá það á andliti þínu,” sagði Hamar; “því að langvar- andi bóknám setur ætíð innsigli sitt á augabrúnir og enni, og aúgnaráðið segir frá því við hvert tillit. Andlitið alt — en þó einkum augað — er sannur spegill hins innra manns. En það kynlega við það er þetta: að hinn innri maður manns sér aldrei sjálfan sig í sinni eigin skuggsjá. Það eru aðrir, sem sjá mynd hans og hreyfingar í skuggsjánni hans. En til þess að sjá sjálfan sig, verður hinn innri maður að horfa í annara gler. — Skrítið nokkuð og um leið dásamlegt! ----- Við erum ekki búnir að vera lengi saman, og þú hefir ekkert sagt mér um sjálfan þig, nema það, að þú hétir Ingólfson og værir konunglegur löggæzluriddari, en samt veit eg nú meira um æskuár þín, hæfileika þína^ vonir þínar og ástríður, heldur en þú hefir hugmynd um. Augnaráð þitt og svipbrigði hafa altaf verið að segja mér frá því, síðan þú komst hingað. Já, þú hefir jafnvel ekki getað leynt því fyrir mér, hvert erindi þitt er hingað í dalinn. Eg skal segja þér það: Þú komst hingað til þess að leita að hvítum manni, sem sagður er að vera brjálaður. — Indíánarnir hans Sitting Bull, sem flýðu hingað í fyrrahaust sunnan frá Bandaríkjunum, hafa þózt sjá hér hvítan mann vitstola. Þeir eru hræddir við hann, og hafa beðið lögregluliðið að koma honum í burtu héðan. Tveir riddarar voru sendir hingað til að vita, hvað satt væri í sögu Indíánanna. Og annar þessara riddara ert þú. -— Meðan þið riddararnir, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.