Syrpa - 01.10.1919, Page 34

Syrpa - 01.10.1919, Page 34
100 S Y R P A meS klökkri rödd; “eg vissi þetta ekki fyr; eg er svo fáfróSur; og viS skulum alveg sleppa þessu umtalsefni. En nú verS eg aS halda áfram og reyna aS koma þér til skila. Og eg þýst viS, aS þú eigir aS fylgja kistunni- eigir aS fara til konunnar, sem býr í nr. 1 0 á fjórSa loftií marghýsinu Tipperary." í “HvaSa vitleysu ertu nú aS fara meS, góSi maSur?" sagSi gamla konan og rödd hennar var nú ofurlítiS sterkari og viSkunn- anlegri en áSur. “Þú þarft ekki aS koma mér til skila; eg er sem sé komin í góSra manna hendur, þar sem eg er komin alla leiS til þín. — Heyrirðu þaS?” "Já, eg heyri þaS glögt,” sagSi aumingja Cormigan og þaS sló svita út á enninu á honum. Hann þóttist vita aS konan væri brjáluS. Og hann þóttist líka vita, aS sjómennirnir hefSu meS einhverjum brögSum komiS henni inn í vagninn. “Mikill heimsk' ingi var eg," hugsaSi hann, “aS eg skyldi láta þorparana ginna. mig á einum gullpcning og shilling!" “ÆtlarSu ekki aS aka meS mig heim í húsiS þitt?” sagSi gamla konan og var nú skrækróma. "Eg veit aS þar er gott aS vera; eg held aS eg kunni 'bezt viS mig þar. Sjálfsagt hefir ein- hver happadís boriS mig inn í vagninn þinn. Hún hefir vitaS hvar mér var bezt aS vera, --- blessuS!” En Cormigan hafSi nú sína hugmynd um þaS. “Já, ekki fer eg aS henda þér út úr vagninum, svo aS segja úti á víSavangi ” sagSi Cormigan og þurkaSi sér um enniS meS treyjuerminni. "En eg verS fyrst og fremst aS koma kistunni til skila, og síSan verS eg aS leita þér aS einhverju hæli.” “Nei, góSi maSur,” sagSi gamla konan dálítiS áköf. ‘ Þú þarft hreint ekki aS leita mér aS neinu hæli — hvorki fátækrahæli né vitfirringahæli -því mitt hæli skal vera í þínu húsi. 1 þínu húsi vil eg lifa þaS, sem eftir er æfi minnar, og þar vil eg deyja drotni mínum; svo þú þarft ekki aS taka á þig nein auka-ferSa- lög í því skyni aS útvega mér hæli. Þitt hús er fullgott handa mér jafnvel þó eg sé íslenzk kóngsdóttir í álögum. ---- En hvaS kistunni viSvíkur, þá ræSur þú, hvaS þú gerir viS hana. ÞaS er ekki mitt, aS skifta mér neitt af slíkum smámunum.” “Eg heyri, hvaS þú segir,” sagSi Cormigan; “eg ætla aS halda áfram, og mundu mig um þaS, aS henda þér ekki út úr vagninum. “HeldurSu kanske,” sagSi gamla konan, “aS mér þyki lífiS svo þungbært, aS eg vilji fyrirfara mér? ”

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.