Syrpa - 01.10.1919, Side 17

Syrpa - 01.10.1919, Side 17
S Y R P A 83 þar út úr aSal-hellinum, sem var víSa ákaflega breiSur, og hafSi honum virzt þeir (hann og Hamar) stundum fara eftir gjárbörm- um. Gat honum því veriS bráSur bani búinn, aS fara einn í myrkrinu til baka. — Og sá hann því engan sinn kost annan, en aS fylgja þessum kynlega manni eftir, eins langt og hann færi. Hamar varS þess var aS ofurlítiS hik kom á lngólfson. “Mundi konunglegum löggæzluriddara mislíka þaS, þó eg héldi í hönd hans meSan viS förum fyrir klettasnösina?” sagSi Hamar, og þaS var eins og hann væri aS bæla niSur hlátur um leiS. “Nei,” sagSi Ingólfson, hálf-þóttalega, “en þaS er óþarfi. Haltu áfram; eg skal fylgja þér." “Rétt eins og þú vilt,” sagSi Hamar. Þeir gengu nú út á hina örmjóu syllu og beygSu fyrir kletta- snösina og fóru hægt og gætilega. En geigvænlegt var aS fara þar, og ekki fyrir aSra en þá^ sem hafa taugar úr stáli og aldrei verSa lofthræddir. Og sagSi Ingólfson þaS síSar, aS svitinn hefSi bogaS af enni sér um leiS og hann slapp fyrir snösina. “Nú er þrautin búin,” sagSi Hamar; “og vertu velkominn í híbýli mín.” lngólfson sá aS þeir voru alt í einu komnir í hellismunna, og var handriS, eSa garSur úr höggnum steini, fremst á gjárbarm- inum. GólfiS var slétt og hreint, og þaS var hátt upp í hvelf- inguna. Voru þar nokkrir smákassar og staflar af dýraskinnum — einkum visundafeldum. “Hér geymi eg nokkuS af skotfærum mínumý’ sagSi Hamar og benti á kassana; "og þarna á eg fimm hundruS og sjötíu dýra- skinn, sem óhætt má virSa á sex þúsund dollara. En í afhellinum þarna til vinstri handar á eg þó öllu meira. Þar geymi eg líka tvær tunnur af gullsandi.” "Tvær tunnur?” át Ingólfson eftir og horfSi undrandi á hinn aldraSa mann. “Já,” sagSi Hamar kæruleysislega, “tvær tunnur fullar og dálítiS neSan í kvartili aS auk. En eg veit ekki, hvort eg get nokkurntíma komiS því öllu til bygSa. ÞaS er þungt í flutningi, gulliS.” “En á ekki ríkiS eitthvaS af því?" sagSi Ingólfson. “Eg býst viS því, aS ríkiS geti gert kröfu til einhvers hluta þess,” sagSi Hamar og tók um hökuna. “En ríkiS verSur aS sjá um flutning á sínum hlut. — GerSu nú svo vel aS ganga meS mér inn í hellinn, sem hérna er til hægri handar. Eg veit, aS búiS er aS bera matinn á borSiS."

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.