Syrpa - 01.10.1919, Blaðsíða 16

Syrpa - 01.10.1919, Blaðsíða 16
82 S Y R P A stórhýsum höfcSingjanna í Mannheimum. — En eg veit, atS engan konunglegan löggæzluriddara sundlar, þó hann horfi nokkur hundruÖ fet nicSur fyrir sig.” En Ingólíson var nú ekki svo viss um þaÖ. Honum fanst aÖ hann mundi ekki kæra sig um að stíga hringdans til lengdar þarna á klettastallinum. “Nú er ekki annað eftir en bara að komast yfir snösina þarna,” sagði Hamar, nam staðar og sneri sér að Ingólfson. “Þú verður að halla þér upp að berginu, því syllan, sem við göngum eftir, er aðeins átján þumlungar á breidd. Eg hjó þessa syllu í bergið á tveimur vikum. Eg sit þar oft í forsælunni á sumrin, reyki pípu mína, hengi'fæturnar fram af bjarginu og reyni að mæla með augunum hæðina á gljúfrinu alla leið niður í ólgandi straum- fallið. Og eg hefi gizkað á, að það væru um níu hundruð fet, eða rúmlega það. En bjargið, sem við stöndum át og skútir fram yfir gilið, er hart nær fjörutíu faðmar. Eg hefi mælt það með snæri (með steini í endanum), sem eg hefi rent fram af brúninni að gamni mínu. Maour verður samt að hafa gát á sér, að missa ekki jafnvægið^ þegar maður beygir sig fram til að sjá, hvað ^teininum líður.” Og Hamar hló um leið og hann sagði síðustu orðin; en Ing- ólfson heyrðist það vera kuldahlátur. "Enginn vafi er á því, að maðurinn er á einhvern hátt brjál- aður,” hugsaði Ingólfson. Og honum fór ekki að lítast á að fara lengra. Það var alls ekkert árennilegt, að leggja út á hina ör- mjóu syllu og fara fyrir klettasnösina, sem stóð út úr þverhníftum hamrinum eins og kreptur olnbogi. Ef honum skryppu fætur eða fengi svima og misti jafnvægið, var hann undireins kominn fram af brúninni, og ekkert gat þá bjargað honum — hann var þá dauður. Og enginn af ættingjum hans og vinum mundi nokkurn- tíma fá hina allra minstu vitneskju um afdrif hans — enginn mundi nokkurntíma vita neitt um það, nema þessi aldraði maður, sem ef til vill var af ásettu ráði að leiða h^nn út í dauðann. Ingólfson fann, að hann hafði farið óvarlega í því, að fara með þessum manni inn í hellinn, þar sem hann mátti búast við, að maðurinn væri brjálaður. En á hinn bóginn var of seint að sjá það nú. Til baka gat hann ekki farið einn í myrkrinu, því þó hann kæmist aftur ofan riðið í klettaskorunni (sem þó var hættu- legt í kolniðamyrkri), þá var alveg óvíst, að hann rataði eftir hell- inum niðri og fram að bjarginu, sem var fremst í hellisgöngunum. Hann hafði líka tekið eftir því á leiðinni, að afhellar voru hér og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.