Syrpa - 01.10.1919, Page 14

Syrpa - 01.10.1919, Page 14
80 S Y R P A dalverpinu svo mikiS sem hellisskúta ecSa tóugreni, sem hægt vaeri aS skríSa inn í, hvaS þá híbýli. Sendi eg því förunauta mína meS hestana til Indíána-þorpsins, sem er um hálfa dagleiS hérna fyrir sunnan, en bjó hér um mig í runninum, og aetlaSi aS gera mér aS góSu. En fyrst þú ert hingaS kominn meS opna arma gestrisninnar og býSur mér inn í hús þitt, þá þigg eg boS þitt meS þökkum, þó eg viti ekki nafn þitt eSa starf. Sjálfur heiti eg Jón Ingólfsson og er, nú sem stendur, einn af hinum svo nefndu kon- unglegu lögregluriddurum NorSvestur-landsins í Canada, og er eg á embættisferS hérna um dalina.” “Eg biS þig fyrirgefningar á því, herra Lngólfsson, aS hafa ekki sagt þér nafn mitt og hvaSa atvinnu eg stunda, áSur en eg bauS þér næturgistingu,” sagSi hinn aldraSi maSur^ og mælti á góSa ensku, eins og hann hefSi alist upp meS mentuSu fólki í Oníario; ”eg heiti Hamar — Goldwin Hamar --------- og hefi lengi stundaS málmnám og visundaveiSar jöfnum höndum. ---------- Mér þykir vænt um aS þú vilt vera gestur minn í nótt, svo eg hafi ekki samvizkunögun út af því síSar meir, aS hafa látiS hvítan embætt- ismann drotningarinnar liggja úti undir húsvegg mínum á hélu- nótt.” “Hvar er húsiS þitt?” sagSi Ingólfsson. “ÞaS er svo aS segja fast hjá okkur," sagSi Hamar. “Ekki þó hér í dalverpinu?” sagSi Ingólfsson. "Svo á þaS þó aS heita,” sagSi Hamar, og þaS brá fyrir of- urlitlu brosi á vörum hans; “en þaS er um húsiS mitt, eins og höllina í álfasögunni, aS þaS er hálft í jörSu og hálft í skýjum uppi, en dyrnar á sjávarbotni. En gerSu svo vel aS koma meS mér, því kvöldverSurinn kólnar." “KvöIdverSurinn? ” sagSi Ingólfson; “er ekki kvöldverSar- tími löngu liSinn?” “Klukkan er aSeins hálf-tólf," sagSi Hamar. “Eg borSa miSdegisverSinn klukkan sex eftir hádegiS, kvöldverSinn um lág- nættiS^ en tek mér árbít þegar klukkan er tólif á hádegi.” “Kynlegur maSur og kraftalegur,” hugsaSi Ingólfson. Þeir gengu yfir aS fossinum. En þaS voru aSeins örfá skref. “Hér förum viS inn á bak viS fossinn,” sagSi Hamar. “En rektu ekki höfuSiS upp í klettasnösina þarna. -- Skríddu á fjór- um fótum eins og eg.” Þeir fóru inn á bak viS fossinn og skriSu eftir mjórri kletta- syllu, sem var mannhæS fyrir ofan hylinn, þar sem fossinn kom niSur. Komu þeir von bráSar í dálítiS hellismynni, sem ekki

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.