Syrpa - 01.10.1919, Page 26

Syrpa - 01.10.1919, Page 26
92 S Y R P A macSur, sagSi Páll Lúkas. “Við erum sem sé ný komnir sunnan frá Kýprus-ey, sem er í miðjarðarhafinu og aðeins steinsnar frá landinu helga; og vorum við bræðurnir beðnir fyrir kistu, sem á að fara til konu nokkurrar, er heima á í herberginu nr. | 0 á fjórða lo'fti í marghýsinu Tipperary ( (Tipperary Rooms).” “Marghýsið 1 ipperary er austast í borginni og um hálfa-aðra mílu héðan,” sagði Cormigan. Einmitt það?” sagði Páll Lúkas. “Okkur var samt sagt að þetta marghýsi væri aðeins rúma enska mílu frá kirkjunni þarna yfir frá. En hvað sem því líður, þá langar okkur til að biðja þig, að flytja okkur og kistuna í kvöld alla leið austur í Tipperary marghýsið.” “Má það ekki dragast þangað til í fyrramálið?” sagði Cormi- gan. ‘Hestarnir eru orðnir lúnir, og eins eg. Og svo er eg rétt í þann veginn að Ieggja af stað heim til mín.” “Kistan verður endilega að komast til konunnar í kvöld,” sagði Páll Lúkas. “Við verðum sjálfir að afhenda kistuna og bréf, sem henni fylgir. Á morgun klukkan níu verður skipið far- ið héðan. Við verðum því endilega að afljúka erindinu í kvöld og vera komnir aftur um borð fyrir klukkan tólf í nótt.” “Þið verðið að fá einhvern annan en mig til þess, að fara með ýkkur austur í nótt,” sagði Cormigan og tók í taumana á hestinum. “Eg er að fara heim. Verið sælir, ungu herrarl” “Nei, bíddu við eitt augnablik!" sagði Pétur Lúkas, sem hingað til hafði staðið á bak við bróður sinn og ekki sagt eitt orð. “Lofaðu okkur að komast að einhverjum samningum við þig,” sagði hann og tók um taumana á hestinum rétt fyrir framan hendurnar á Cormigan. “Það eru til fleiri ökumenn hér í borginni en eg,” sagði Cormigan hálf-önugur og dró með hægð taumana úr höndum hins unga sjómanns. “En við sjáum hér engan ökumann, nema þig einan,” sagði Pétur Lúkas og horfði í greipar sér. “Við erum hér alveg ókunn- ugir og í stórum vanda staddir. Við höfum lofað ungum vin okkar því hátíðlega á deyjanda degi, að koma kistunni og bréfinu til skila — til móður hans. Og við verðum, hvað sem það kost- ar, að afhenda móður hans hvorttveggja í kvöld. Við fengum ekki 'leyfi til að vera lengur í landi en til klukkan tólf í nótt. Skip- ið fer út úr höfninni í fyrramálið. En ef við missum af skipinu og verðum hér eftir, þá verðum við teknir fastir sem strokumenn og liðhlauparar. — Vertu nú svo góður að flytja okkur og kist

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.