Syrpa - 01.10.1919, Side 31

Syrpa - 01.10.1919, Side 31
S Y R p A 97 fyrir innan kistuna, inst viS stafn. Hún var í dökkri kápu, og meS blæju fyrir andlitinu, og hafSi hendurnar krosslagSar á brjósti sér. — Cormigan varS eins og höggdofa af undrun. Hann einblíndi á konuna, þaagaS til eldspítan brendi íingur hans og ljósiS dó. “Hvar eru sjómennirnir, sem voru hérna inni áSan?” sagSi Cormigan. “Eg veit þaS ekki, sagSi gamla konan kjökrandi. "Eg hefi engan mann séS hér, fyr en þig núna." “Hér voru tveir ungir sjómenn rétt áSan,” sagSi Cormigan. "Þeir báSu mig aS flytja sig og kistuna þá arna til nr. 1 0 á fjórSa lofti í stórhýsinu Tipperary. Þeir borguSu mér fyrirfram. Eg sá þá fara inn í vagninn, og hefi heyrt þá tala saman meS köflum á leiSinni. En nú eru þeir farnir, og þú ert komin í þeirra staS, en segist ekkert um þá vita. Hvernig víkur þessu viS? Er þaS gabb, eSa hvaS?” “Eg segi þér alveg satt,” sagSi gamla konan, "aS eg hefi engan lifandi mann séS hér inni í vagninum." "En hvernig komst þú inn í vagninn?” sagSi Cormigan. "Varla hefirSu stokkiS upp í vagninn." "Eg veit þaS ekki , góSi maSur,” sagSi gamla konan og rödd hennar skalf. “Eg veit aS þú trúir því ekki, en samt er þaS eins satt og dagur kemur eftir þessa nótt, aS eg hefi ekki hina minstu hugmynd um þaS, hvernig eg komst hingaS. Eg vissi ekki fyr en eg var komin hingaS á bekkinn og heyrSi þig kalla inn um gatiS, sem er hérna á fjölinni fyrir ofan höfuSiS á mér." "Þú hefir hlotiS aS hafa komiS upp úr kistunni,” sagSi Cormigan, sem altaf var aS verSa meir og meir hissa. “Nei, góSi maSur," sagSi gamla konan, "þú mátt trúa mér til þess, aS eg hefi aldrei veriS í kistunni þeirri arna. Eg hefi, satt aS segja^ ekki tekiS eftir því fyr en á þessu augnabliki, aS hér er kista inni í vagninum. En kistan er svo lítil, eSa aS minsta kosti svo mjó, aS eg kæmist ekki fyrir í henni. Eg mundi heldur ekki gera þaS aS gamni mínu, aS fela mig í kistu; eg mundi verSa hrædd; mér mundi finnast eg vera kviksett; eg mundi fljótt kafna. Ekkert er eins hræSilegt, eins og aS vera lifandi í kistu!” Cormigan lyfti nú úpp þeim enda kistunnar, sem nær yar dyrunum, til þess aS vita, hvort hún væri tóm. Hann fann aS hún var ekki tómt en þó ekki svo þung, aS fullorSins manns lík gæti veriS þar. Reyndar var kistan, þó hún væri löng og mjó, ekki beinlínis í laginu eins og algengar líkkistur, en samt fanst

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.