Syrpa - 01.10.1919, Síða 48

Syrpa - 01.10.1919, Síða 48
114 S Y R P A Gefstu upp!” var kallaÖ til hans meÖ hásri rödd, og stál' blátt opið á riffilshlaupi gægðist fram úr skóginum beint fyrir framan hann. Alt nema handleggurinn á óvini hans var falið bak við laufið. ,fe i aj Frank James var óvenjulega snarráður og beið aldrei með að framkvæma það, sem honum datt í hug. Áður en sá sem talaði hafði slept síðasta orðinu, hafði hann rekið hníf í hestinn, sem tók óðara viðbragð og þaut út á hlið beint í áttina til mannsins. í sömu andránni fleygði Frank sér niður flötum á grúfu og það varð honum til lífs, því að kúla hvein í loftinu, þar sem hann hafði staðið einni sekúndu áður. Báðir mennirnir lágu grafkyrrir; hvorugur sá annan og þó voru eigi nema tíu fet á milli þeirra. Ofurlítil hreyfing, brestur í kvisti, eða jafnvel þungur andardráttur, hefði verið nóg til þess að fá kúlu í sig. Alt í einu datt Frank dálítið kænskubragð í hug. Hann hreyfði vinstri hendina mjög varlega, þar til hann náði í fína spítu, sem var rétt fyrir ofan höfuðið á honum. Hann skaut spítunni hljóðlaust með æfðum fingrum, svo að hún kom niður svo sem tíu fet frá honum til hægri handar og gerði ofurlítið þrusk í laufinu um leið og hún féll. í sömu svipan sást skotblossi, sem sýndi að bragðið hafði komið að tilætluðum notum, og á næsta augnabliki hljóp skot úr byssu Franks, sem var ætlað þeim er hafði reynt að drepa hann. Lág stuna gaf til kynna að kúlan hafði komið á réttan stað, en samt velti Frank sér við um leið og hann hleypti af, og það mátti ekki seinna vera, því að særði maðurinn hafði áttað sig á öllu og var byrjaður að skjóta í rétta átt. Frank komst á bak við tré og var nú orðinn rólegur að öðru leyti en því að hann var hræddur um að eftirleitarmennirnir kæmu að sér á hverri stundu. “Hafðu þetta!” kallaði hann og miðaði þangað, sem særði maðurinn lá. Hann vildi komast að vissu um hvar mótstöðu- maður sinn lægi og skaut til þess að fá svar. Þess var heldur ekki langt að bíða. “Og haf þú þetta,” var svarað til baka, og því fylgdu þrjár kúlur, sem allar komu í tréð fyrir framan Frank og sátu þar fast- ar. “Við höfum náð í Comanche Tony og Bob More og við ná- um þér íbráðum og —” Skothríð úr skambyssu Franks þaggaði niður í óvin hans fyrir fult og alt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.