Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 3
Þegar hænur gala. Eftir Jónas Rafnar. L Þrúða í Byrgi fór ung og snauð úr foreldrahúsum. Hún fór í fyrstu vistina beint frá fermingunni og margar og mis- jafnar voru vistirnar hennar í hálfan annan tug ára. Blómaaldurinn leið í lát- lausu striti, en heilsan var góð, og tvennt var það, sem hún átti í öllu ríkara mæli en margar stallsystur hennar, þegar hún stóð á þrítugu. Það var farsæl íífs- reynsla, þrátt fyrir miðlungs-gáfur og kaupið óskert aö mestu í koffortshand- raðanum, því aö Þrúða var samhalds- samari en almennt gerist. Svo fór hún ofan í Sandvog og gerðist ráðskona í Byrgi hjá Bjarna gamla for- manni, sá vel um karlinn þessi tvö ár, sem hann átti eftir ólifuð, og réðist svo í að kaupa kofann af erfingj'unum. Þótti þetta í mikið ráðizt af einhleypri stúlku og öfundsjúkar sálir höfð.u við orð, að Þrúða hefði troðið sér inn á karlinn, til þess að setjast að reitum hans á eftir. En það hafði ekki við neitt að styðjast; hún keypti kofann og það, sem hoiiúm fylgdi, fyrir beinharða peninga af fjar- skyldum ættingjum. Hitt kemur ekki málinu við, að hún fékk það allt með góðu verði, af því að hún greiddi mest af andvirðinu út í hönd. Þrúða kunni vel við sig í Voginum og naut þess að vera frjáls og öllum óháð. Ekki svo að skilja, að hún eyddi tíman- um í aðgerðaleysi; síður en svo. Hún vann engu minna en áður, en hún hag- aði sínum störfum eftir eigin vild og það var einmitt eftir hennar skapi. Á sumrin var hún alltaf ein í kofanum, en á veturna var hún vön að taka einhverja aðra stúlku til dvalar og fæðis, ein- hverja, sem var aö læra að sauma, spila eða annað því um líkt, og gat vevið henni til skennntunar, þegar ekkert var að gera úti við. — Og ekki var Þrúða síður aurasæl nú en áður. Sumarvinnan var stöðug í Voginum og vetrarvikin urðu líka furðu drjúg, þótt hvert um sig væri ekki hátt reiknað. En nú voru aur- arnir hennar hættir að hafna í kofforts- handraðanum, heldur lá leið þeivra flestra inn í járnskápinn hjá Friðgeiri sýsluskrifara, sem hafði forstöðu spari- sjóðsins, — og þangað átti Þrúða oftar erindi en nokkur annar í þorpinu. Hún stóð á fertugu, er hér var komið sögu, myndarleg og hreinleg stúlka, þótt æskuroðinn væri horfinn af kinnunum, fremur fálát , en sjálfsmennskan hafði gert hana djarfa og hispurslausa, þótt nágrannarnir teldu hana ekkert gáfna- Ijós, þá báru þeir undir niðri töluvevða virðingu fyrir henni vegna dugnaðarins og efnanna. Enginn vissi heldur annað en hún væri heiðarleg og vönduð stúlka. XXVI. árg-., 7.-9. h. 13

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.