Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 22
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hefði logið að honum? — Pappa-Anton var enginn ofstækismaður um sannsögíi -— í fjárbraski hafði hann að minrísta kosti sína sérstöku siðfræði — en kjark- inn tók að bila, þegar hann hugsaöi til, að hann hefði gabbað heilan söfnuð, og það í svo mikilsverðu máli. Enginn horfði á nýja prestinn með jafn ótta- blandinni eftirvæntingu og aumingja Anton. Loksins sást vagninn langt í burtu. Hann sást koma yfir vellina skammt frá Krumm-Barteldorf. Forsöngvarinn út- býtti blöðum meðal skólabarnanna, því að það átti aö syngja kvæði til að. bjóða nýja prestinn velkominn. Formaður sóknarnefndarinnar gáði ennþá einu sinni í hattinn sinn, til þess að vita, hvort ræðan, sem hann átti að halda, væri á réttum stað, það er að segja í hattfóðr- inu. Fallbyssuskot heyrðist, og því næst var hringt kirkjuklukkunum í Ehren- wolmsþorpi. Hegewald hafði hlotið prestakallið. Eina augað hans Pappa-Antons stækk- aði af undrun og ótta, þegar hann sá prestinn stíga út úr vagninum. Meðan formaður sóknarnefndarinnar hélt ræðu — og horfði í hattinn sinn en ekki á prestinn — hafði Anton tíma til að ná sér eftir fátið. Það hafði þá verið sjálf- ur aðstoðarpresturinn! Þrjóturinn! Að koma honum þannig í ógöngur. En nú mátti hann ekki láta á neinu bera við aðra. Það var aðalatriðið. Presturinn hlyti að vera svo slægur að halda sér saman — þrjóturinn, sem!....... Eftir að sóknarnefndarformaður liafði aftur sett á sig hattinn, hljómaði söngur barnanna. Presturinn hlýddi á með vin- gjarnlegum, alvarlegum svip, auðsjáan- lega hrærður á þessari hátíðlegu stund. Hann hafði með sér- litla stúlku, seni varia náði upp að neðstu tölunni á frakk- anum hans, og hann lagði höndina á Ijósa kollinn. Blómvönd, sem honum var feng- inn af hvítklæddum manni, rétti hann brosandi inn í vagninn. »Handa konunni minni«. Eina augað hans Pappa-Antons fylgdi hreyfingu hans, og hann sá kven- mann í vagninum. »Hver andskotinn«! í þessum tveim oröum voru saman komnar allar tilfinningar hans. Þetta var nýja prestsfrúin! Hvað hét hún nú? »Minna«. Heimasætan úr veitingahúsinu. Homim flaug í hug búgarður föður hennar með tíu kúm og fjórum hestum. Nú, já, þeír vissu það þessir prestar, hvernig þeir ættu að hafa það. Sá var nú slunginn^ þessi nýi. Hann hafði að minnsta kosti ekki útvegað söfnuðinum heimskingja. Þegar ræðuhöldum og söngvum var lokið, fór presturinn að litast um meðal fólksins, eins og hann leitaði að einhverj- um. Loks fann hann þann, sem hanii leit- aði að. Hann gekk beint til Pappa-An- tons. »Sæll og blessaður, kæri vinur! Við þekkjumst. Nú ætlar Hegewald prestur að standa við það, sem Hegewald aðstoð- arprestur hefur sagt um hann — með guðs hjálp!« Halldór Halldórsson þýddi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.