Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 26
120
NÝJAR KVÖLDVÖKUB
an greip hann með heljarafli um báöa
fætur prests, keyrði hann niður við hlið
sér og mælti: »Nú erum við jafnir«. Að
svo mæltu stóðu báðir upp og hlógu dátt
að viðureigninni.
Bessi átti þrjú börn, sem úr barnæsku
komust, tvær dætur og einn son. Dætur
hans hétu Kristbjörg og Elísabet, en son-
ur hans Jóhann; hann lærði trésmíði hjá
Tryggva Gunnarssyni á Hallgilsstöðum
og varð bóndi á Skarði í Dalsmynni. Jó-
hann var mesti dugnaðarbóndi og mikil-
hæfur maður. — Bessi hefur kynsæll
orðið og er margt fólk frá honum kom-
ið, allt þróttmikið og vel gefið. Hann dó
á níræðisaldri skömmu fyrir síðustu alda-
mót.
57. Frá Bjarna Davíössyni o. fl.
Davíð á Reykjum átti sex sonu, sem
allir urðu bændur í dalnum um langt
tímabil. Bjarni bjó á Snæbjarnarstöðum,
Guðmundur í Hjaltadal, Sigurður á Vet-
urliðastöðum, Jónatan á Reykjum; Davíð
bjó fyrst í Sigluvík á Svalbarðsströnd,
síðar í Bakkaseli, en fór til Ameríku
1873; þá fór Helgi bróðir hans í Bakka-
sel. — Bræður þessir ólust upp á Reykj-
um hjá foreldrum sínum, þangað til þeir
fóru að búa. Var Bjarni elztur, en Guð-
mundur ári yngri. Fóru þeir mjög ung-
ir að ganga á beitarhús, tíu og ellefu áfa,
og þótti sumum það ofætlun, því að beit-
arhúsganga er erfið á Reykjum. En svo
hagar til, að Tungubær er rétt austan
við ána á móti Reykjaseli og örskammt
á milli. Á þeim tíma bjuggu Bjarni og
Kristrún í Tungu; lét Kristrún oft
hjálpa þeim í beitarhúsunum og t’yigja
þeim á leið, þegar veður var vont; sagði
hún þeim líká að skreppa yfir að Tungu,
hvenær sem þeir gætu því við komið.
Voru þá æfinlega rausnarlegar góðgerð-
ir á boðstólum og oft gjafir, svo sem
sokkar, vettlingar eða annað, sem verið
gat til aðhlynningar og gagns, því að
svo mikil mannkostakona var Kristrún,
að hún átti fáa sína líka. Það var venja
Davíðs bónda, að ljá Tunguhjónum engí
á hverju sumri einhverstaðar í Reykja-
landi, aldrei minna en svo, að heyja
mætti 20—30 hesta; tók hann aldrei neitt
fyrir engjalán þetta, heldur lét það koma
fyrir hjálpsemi þá, sem synir hans urðu
aðnjótandi af hendi Tunguhjóna. Var
Kristrún mjög þakklát Davíð bónda fvr-
ir þetta og lét drengi hans njóta þess
margfaldlega.
Á þeim árum, þegar þeir bræþur voru
ungir að aldri, var ekkert engi fyrir ut-
an og neðan Reyki, heldur voru þar mó-
ar með hálffúnum við. Guðmundur- fékk
þá hugmynd, að vel mætti gera móana
að engi með því að taka skurð úr Reykja-
ánni og hleypa vatni á móana. Talaði
hann fyrst um þetta við bræður sína;
voru þeir þegar á sama máli og kom sarn-
an um, að sjálfsagt væri að koma þessu
undir eins í framkvæmd. Komu þeir að
máli við fööur sinn og báðu hann leyfis
að mega byrja á verkinu. Davíð bór.da
leizt ekki sem bezt á þessa nýbreytni í
fyrstu; hélt hann að þeir mundu litlu
orka og ekkert hafast upp úr því nema
erfiði; sagði hann samt, að þeir mættu
reyna þetta, ef þeir vildu. Þá var Guð-
mundur tólf ára gamall og ekki stór, en
vit og fyrirhyggju hafði hann í ríkuleg-
um mæli. Gerðist hann nú verkstjóri, en
Bjarni, Davíð og Sigurður unnu meö
honum. Grófu þeir skurð úr Reykjaánni,
hlóðu garð fyrir vatnið og unnu af kappi
miklu, því að allir voru þeir áhugasamir
og skarpir og gerðu sér góða von um,
að fyrirtækið mundi heppnast vel. Gengu
þeir að þessum starfa í nokkur vor, og.
varð að góðum árangri. Nú eru móarnir
orðnir að grundum og allgott engi, sem
gefur' árlega af sér 80 hesta af bezta