Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 37
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI
131
sín megin, sneri hann stööugt að henni
og starði á hana.
»Þú lætur þér rótt um hvað við tek-
ur«, mælti hann.
Hún brosti.
»Nei. Mér er ekki rótt«.
»Þú spyrð ekki einu sinni að því hvert
við séum að fara«.
»Það skiftir engu máli, bara ef tíminn
líður«.
»Engu máli! Einmitt það. Jæja, frú
mín góð. Við erum á leiðinni til Ritz
hótelsins.*) Þú ert fögur kona og ég get
ekki neitað mér um þá ánægju, að láta
fegurð þína skína á tilhlýðilegum staö.
Auk þess er ég einmana ferðalangur á
þessum slóðum og get ekki stært mig af
að eiga marga kunningja meðal kven-
þjóðarinnar«.
í því bili staðnæmdust þau framan við
súlnaraðir hótelsins.
Þegar hún kom inn í forsalinn hikaði
hún við augnablik og leit í kringum sig
eins og kona, sem er að vakna af löng-
um svefni.
»Sérðu marga vini og kunningja«,
spurði hann háðsbroslega, þar sem hann
stóð við hlið hennar.
»Enga vini«, svaraði hún. »Enga vini
framar. En ég sé andlit á fóiki, sem einu
sinni voru vinir mínir. Þarna — nei!
Þessi kona þarna hlýtur að vera Cicely
Gloucster! Þarna er maðurinn hennar.
En getur þetta verið litla dóttir þeirra
— þessi háa stúlka? Er hún ekki inndæl?
Ó! Skjddi hún líka...«.
»Farðu og reyndu að endurnýja kunn-
ingsskapinn við þau«, mælti hann.
»Hún hrökk saman. Nei — æi-nei, það
væri ómögulegt. Þau mundu aldrei... Ég,
sem er búin að vera meira en seytján ár
*) Eitt af skrautlegustu og dýrustu hóteluu-
um í London. Þýð.
yfir á meginlandi Evrópu og flakka úr
einni borg til annarar«.
»Hvaða borgir?«
»Nissa, Cannes, Róm, París, Vín,
Búdapest...«
»Þú ert framúrskarandi leikkona, frú
mín góð. Það má ekki rninna vera en
maður gefi þér allt það hrós, sem þú
átt skilið«.
Það var eins og hún tæki varla eftir
orðum hans, er hún gekk á undan honum
inn í borðstofuna. Borð þeirra var undir
hlið nálægt einu horninu á salnum.
Ástralíumaðurinn lét sem sér væri
þetta mikil vonbrigöi.
»Þú mundir hafa tekið þig betur út í
miðjum salnum«, sagði hann.
Enn hrökk hún saman.
»Nei, þetta er betra, ef þú vilt vera
svo góður!«
»Það verður líklegast svo að vera. Hér
er allt troðfullt«. Síðan settust þau að
kvöldverðinum, tvö ein við lítið borð eíns
og elskendur í tilhugalífi og hún færði
sig úr kápunni og breiddi hana yfir stól-
bakið og horfði í kringum sig mjög kyrr-
lát og bærði ekki á sér.
»Ekki skulu vistir sparaðar við þá,
sem dæmdir eru«, tautaði hann við sjálf-
an sig um leið og .hann pantaði rússnesk
styrjuhrogn, dýrindis súpu,heilagfiskiog
kalkúnasteik — því að ég býst við, að
tæplega verði það neitt sælgæti, sem þú
færð síðar meir, bætti hann við, eins og
til að auka matarlystina — við skulum
líka fá: amerískt 'salat, eggjaköku og
kampavín«.
Hún hafði verið að horfa í kringum
sig á öll borðin og viðhöfnina og virtist
lítt veita eftirtekt því sem hann sagði.
Allt í einu var eins og hún rifi sig upp
úr einhverju draumamóki og reyndi að
taka eftir því, sem hann var að segja:
»Þá, sem dæmdir eru?« 17*