Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 40
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
London. í allan dag betlaði ég svo á gót-
unum til þess að ía nóg fyrir einhverja
almennilega flík, svo að ég gæti látið
dóttur mína sjá mig«.
»Jæja, frú mín góð«, mælti hann og
brosti hörkulega, »það væri synd að
segja, að þú litir ekki forsvaranlega út«.
»Það á ég mildi þinni og þolinmæði
að þakka. Fyrir þessa þrjá klukkutíma
skal ég vera þér þakklát og blessa þig
til æfiloka«.
Hann starði á hana, alltaf jafn eía-
blandinn. Enginn vafi lék á því, að hún
kunni að snúa snældunni sinni og var af-
bragðs leikkona.
»Ég ætla nú að fylgja þér þangað að
gamni mínu«, sagði hann. »Ég er viss
um, að þú verður ekki í neinum vand-
ræðum með að útskýra návist mina á
einhvern hátt fyrir hans hágöfgi, lávarð-
inum«.
»ó, er það ekki hægt öðruvísi...?«
»Ég mundi ómögulega vilja tapa þeirri
ánægju að sjá hvernig þú ferð að því að
greiða fram úr þessari áhrifamiklu sögu,
sem þú ert nú búin að skýra mér frá
með svo mikilli tilfinningu«.
»Þú t'rúir engu orði af því, sem ég
hefi sagt?«
»Það skemmir á engan hátt skoðun
mína á sögunni. Þú hefir ímyndunarafl
á við bezta skáldsagnahöfund«.
Hún lét sér þetta í léttu rúmi liggja.
»Jæja þá«, mælti hún, »komdu með mér
inn í húsið, ef þér sýnist. Það má einu
gilda. Allt, sem að máli skiftir fyrir mig,
er að fá að sjá Meggie litlu, þó ekki sé
nema augnablik, að hún skuli fá að sjá
mig í.'ts og ég er nú, og að hún þurfi
hvorki aö vera hrædd við mig eða aumka
mig og fyrirlíta. Ég hefi aldrei verið
hamingjusamari á æfi minni!«
Allt í einu var eins og eitthvað brysti
í röddinni og hún fór að kjökra, er hún
leit á litla armbandsúrið sitt: »Nú sku.l-
um við fara«, mælti hún í bænarróm.
»Fylgdu mér þangað. Ég má ekki tapa
einu einasta dýrmætu augnabliki«.
Eftir stutta stund voru þau komin út
og biðu eftir vagni. »Hvað ætli að nú
taki við«, sagði hann við sjálfan sig.
Allt í einu datt honum nokkuð í hug.
Hann hélt undir handlegg hennar og
sneri sér að dyraverðinum: »Þekkið þér
Malvern lávarð í sjón?«
»Já, herra. Hann kemur oft hingað«.
»Býr hann í nr. 10 Chesham Cres-
cent ?«
»Það er heimilisfang hans«.
í því kom vagninn. »f þessu atriði hef-
ir hún þó sagt satt«, mælti hann upphátt
við sjálfan sig.
Konan svaraði þessu engu. Hann hélt
enn undir handlegg hennar og hjálpaði
henni upp í.
»Jæja þá«, hélt Ástralíumaðurinn á-
fram og talaði ennþá upphátt, þótt það
liti öllu fremur út fyrir að hann væri a&
tala við sjálfan sig. »Ef lávarðurinn býr
nú í raun og veru þarna, þá ertu þó ekki
að leiða mig inn í neina gildru eða spila-
víti. En hvað skyldi nú koma næst á dag-
inn ?«
Það var auðséð að hún heyrði ekki
lengur hvað hann sagði.
Hún var nú sjálf farin að tala upphátt
hugsanir sínar, eins og þeir, sem oft eru
einmana, venjast á að gera:
»Sennilegt að allt sé orðið breytt. Þætti
gaman að vita, hvort hann hefir ennþá
gólfteppið, sem mamma gaf mér, í for-
salnum. Sjálfsagt hefir hann flutt alla
mína muni burtu. Ég hefi heyrt að nýr
danssalur hafi verið byggður. Og söng-
stofan — ég gæti ímyndað mér að Meg-
gie væri látin búa í henni. Það mundi
vera yndislegt herbergi fyrir unga
stúlku... Þætti gaman að vita... ég vona