Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 5
ÞEGAR HÆNUR GALA 99 hef eg orðiö skipreika; það gerði mig að alvörumanni«. Svo sagði Bergur margt og mikið írá sjómennsku sinni, aflabrögðum og mann- raunum og að lokum lýsti hann með at- vikum skipreikanum síðara, hvernig hann hékk á mastrinu langa stund og gerði það heit, að hann skyldi aldrei við sjómennsku fást framar, ef hann slyppi heill á húfi úr háskanum, heldur lifa framvegis eins og góðurn og gegnum dreng sómdi við heiðarlega laiidvinnu. Það heit kvaðst hann hafa efnt fram á þenna dag. Þegar hér var komið sögu, var ekki nema svo sem faðmslengd á milli hrauk- anna þeirra. Þrúðu þótti frásögn Bergs mjög eftir- tektarverð, svo hreinskilin var hún og sennileg. Hún spurði út í ýmis atriði og aldrei þessu vant varð hún skrafhreifin og fór að segja honum mörg atvik úr æfisögu sinni. Bergur hlustaði á með mestu eftirtekt og lét jafnan í Ijósi, að í hvívetna hefði henni vel farizt. »Það er ekki að spyrja að þér, Þrúða«, mælti hann; »þér hefur verið gefið það í vöggugjöf, sem eg hef orðið að læra í langri og erfiðri lífsbaráttu«. Svo kom löng rökræöa um alvöru og reynslu mannlífsins; bæði lögðu sig til eins og djúpskyggni hvors um sig leyíði. Mókögglárnir höfðu áður hlaðizt hratt í hraukana, en eftir því sem viðræðan varð alvarlegri og rannsóknaratiðin flóknari, eftir því fóru hendurnar sér hægar og hver móköggull sigalegar á sinn tilsetta stað. Tíminn leið án þess þau tækju eftir því, hvað framorðið væri; en þau rámkuðu viö sér að lokurn og tóku eftir því jafnsnemma bæði, að þau voru að Ijúka við strýtuna á sama hrauknum. Bergur leit á klukkuna. »Hún er hálf fjögur«. »Kaffitími«, sagði Þrúða. »Já, ekki held eg borgi sig að fara heim í kaffi«, svaraði harin. »Eg hef kaffi með mér; þú getur feng- ið dropa af því líka; það er nóg handa tveimur, ef hvorugur er allt of stórlátur«. Hún sótti pinkilinn þegjandi og fór að rekja utan af flöskunni. »Það er vandi vel boðnu að neita«, mælti hann og settist á þúfu á móti henni. Hún hellti í bolla handa honum og rétti honum sykur og hagldabrauð. »En þú? Þú hefur engan bolla sjálf«. »Þú drekkur fyrst, eg svo«. Hann lét það gott heita og fór að sötra kaffið. »Við höfum nú skrafað svo margt í dag«, mælti hann; »það er sjaldan sem eg segi neitt alvöruorð, en því oftar hugsa eg alvarlega nú í seinni tíð. — Eg kom hingað ókunnugur öllum og er fáum kunnugur enn, og þó að mér líki vel hjá faktornum, þá er sumt, sem mér finnst vanta. En eftir því sem eg verð fullorðn- ari, þá finn eg betur, hvað mig vantar. — Þetta var gott kaffi«. Hann rétti henni tóman bollann. Þrúða hafði horft út í bláinn; henni fannst hún skilja vel við hvað hann ætii. »Þú getur fengið í bollann aftur, nóg er eftir handa mér«. Hann tók aftur við bollanum og hrærði í. »Sko, Þrúða; það er þetta, — það er erfitt að vera einn, svona til lengdar, langa æfi, — hafa engan vin eða trún- aðarmann---------«. »Já, eg skil það svo vel, — þegar mað- ur er búinn að missa alla sína. — Eg tek vanalega einhverja stúlku til mín á vet- urna, til þess að ekki sé allt of einmana- legt; en þær eru nú misjafnar þessar stúlkur«. 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.