Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Þaö gefur að skilja, — þetta fólk, sem máður þekkir ekki, en það hefur nú verið svo um mig þessa síðustu mánuði, að eg hef hugsað um þig meira en nokkra aðra manneskju; mér líkar eitthvað svo vel við þig, það sem eg hef kynnzt þér — —«. Þrúða starði undrandi á hann. »Svo að eg segi eins og er, þá er allur hugurinn hjá þér, Þrúða. — Þú skilur, við hvað eg á; þú ert eina manneskjan, sem mér þykir vænt um og mér er alveg sama um allar aðrar«. Þrúðu varð svo mikið um þessi orð, að hún missti bollann niður í grasið og fór alveg hjá sér. »Mér er blá-alvara, Þrúða, — þetta er mitt hjartans mál. Eg er sannfærður um, að þetta yrði okkur báðum fyrir beztu, — eg á við, að við — —«; hann rak í vörðurnar með að botna setninguna. En Þrúða gerði það, sem henni varð æfinlega ósjálfrátt fyrir, þegar eitthvað kom alveg flatt upp á hana; hún sletti í góminn og sagði: »Ja-hérna, maður?« Svo varð báðum orðfall, og áður en þau næðu sér á strik aftur, barst að eyr- um þeirra hljóð, sem kom þeim báðúm til að líta suður og ofan í Voginn. Það voru snöggir skellir í hvítmáluðum véi- bát, sem var að nálgast bryggjuna. Berg- ur stökk á fætur. »Það er »Sendlingur« að sækja saltiö«, sagði hann gremjulega, »eg bjóst ekki við honum fyrr en seint í kvöld, — en það er sama, eg verð að fara á stundinni. Vertu sæl, Þrúða, — þú hugsar um þetta. Mér er alvara!« Hún kom engu orði fyrir sig, en stóð og horfði á eftir honum, þegar hann hljóp við fót suður og ofan móana. Bergur var allur úti á þekju, þegar hann var að afgreiða saltið í »Sendling«; hann gat naumast gert greinarmun á kílói og smálest. Samt fór það einhvern- veginn á endanum, en stúrinn var hann á svipinn og vonsvikinn um kvöldið, þeg- ar hann var að tína af sér spjarirnar í herbergiskytrunni sinni í Pakkhúsinu. Hann lá lengi andvaka. — Það var satt, sem hann hafði sagt Þrúðu um vist sína hjá faktornum; hann hafði gott kaup og bezta atlæti, en sumt leiddist honum. Hann varð t. d. að sofa þarna í pakkhúsinu sumar og vetur. Það hafði öðru hvoru verið brotizt inn í þaö árin á undan og hnuplað vörum, og þá hafði faktorinn tekið þetta ráð, að búa þar út svefnherbergi handa utanbúðarmannin- um og láta hann með því halda vörð í húsinu. Herbergið var að sönnu hreint ekki illa úr garði gert, en að búa þarna aleinn til lengdar og hafa ekki annað til upphitunar en steinolíuofn, — það var allt annað en vistlegt fyrir eins mann- blendinn mann og Bergur var. Á löngum einverukvöldum hafði hann þaulhugsað kjör sín og þráð hlýtt og glatt heimili, þar sem vel færi um hann. Og hugurinn hafði jafnan hafnað í Byrgi hjá Þrúðu. Hún var að hans skapi, ráðin og reynd, engin tildurdrós, heldur þrifleg og þokka- leg stúlka, alveg mátulega gömul fyrir hann, og svo átti hún gott heimili, þar sem farið gat vel um tvö. Svo átti Þrúða peninga; það var líka kostur, mikill og næsta sjaldgæfur kostur á einhleyjjum kvenmanni. Oft hafði Bergur lagt niður fyrir sér, hvernig hann ætti að ná ástum Þrúðu. Auövitaö gerði hann henni æfinlega alit til geös, sem í hans valdi stóð, — en þetta var nú vandasamara en allt annað. Hann vildi síður gera sér sérstakt er- indi upp í Byrgi; það gat verið svo óvlst, hvernig á stæði þar og ekkert að vita, nema eitthvað yrði til að trufla. Honum datt þá það snjallræði í hug að telja faktornum trú um að upp úr höfuödeg-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.