Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 32
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUR myndi verða æði stund, minnst klukku- tími. Hann gekk rakleitt inn á neðsta gólf- ið, þar sem verzlað var með ýmsa hluti og leit í kringum sig án þess að koma auga á hana. Allt í einu varð honum litið á lyftuna, sem var á uppleið, og sá þar bregða fyrir svörtum silkiskóm með glitrandi spennum. Og hann sá nóg til að átta sig. »Hvers óskið þér«, mælti ein búðar- stúlkan og vék sér að honum. Hann leit í kringum sig. Lengst aftur í búðinni kom hann auga á eitt eða tvö sæti bak við háa hlaöa af andlitsdufti og fegurðar smyrslum, sem konur voru í óða önn að kaupa. »Þakka yður fyrir«, mælti hann hæversklega. »Ég bíð aðeins eftir konu, sem fór hér upp á loftið«. Síðan náði hann sér í sæti og settíst og ónáðaði enginn hann úr því. Meðan hann sat þarna, snerust hugs- anir hans óaflátanlega um hana. Kynleg- ustu spurningar komu fram í huga hans. »Hví keypti hún sér ekki hatt líka? önnur eins eyðslukló, að fara að spara hattinn!« Og hann hugsaði með sér: »Gaman væri að vita hvern hún ætlar sér að fé- fletta í kvöld?« Fulla klukkustund sat hann, eins og hann hafði búizt við, í þessu draum- kennda ástandi, þarna innan um öll þessi ilmandi smyrsl, og þá glamraði allt i einu í lyftunni á ný. Raunar var hún bú- in að fara margar ferðir á milli, en allt- af með aðra. Nú var það hún, sem kom út. Þá fyrst skildi hann hvers vegna hún hafði ekki keypt sér hatt, og hversvegna hún hafði skilið gamla hattinn sinn eftir einhverstaðar uppi. Hún var í kvöldkjól. Atlaskkápan með loðköntunum var örlít- ið opin í hálsinn og þar kom hann atiga á skínandi demant. Á hrafnsvart hárið sló eins og svartri slikju. Gráfölt og þreytulegt andlitið hafði tekið fullkomn- um stakkaskiftum fyrir kunnáttusamleg- ar endurbætur með nuddi, smyrslum og andlitsdufti og roðinn í vöngunum kcm nú ekki og hvarf eftir örsnöggum geðs- hræringum, heldur hvíldi þar stöðuglega í sínum óhagganlega rauða lit. Varirnar voru nú ekki framar bláleitar, heldur fagurrauðar. Og meðan hirt hafði verið um andlitið og hárið var auðséð, að hendurnar höfðu einnig fengið sína snyrtingu. Höndin, sem hún vafði að- skorinni kápunni að sér með var sam- boðin hverri hefðarfrú. Hún var í sann- leika ljómandi fögur kona. Eitt augnablik sat hann grafkyrr með hendurnar á hnjánum og starði á liana. »Synd, að önnur eins kona — önnur eins kona...!« kom fram í huga hans. En óð- ara hratt hann þeirri hugsun á bug, því hann var ekkert ákaflega viðkvæmur að upplagi og spratt á fætur og fylgdi henni út. »Vantar yður ekki leiguvagn, herra«, spurði dyravörðurinn, er hann sá hann í samfylgd með þessari prúðbúnu konu. Hann hneigði sig til samþykkis. Dyra- vörðurinn blístraði og vagn kom að í sömu andránni. Með nöpru háðsbrosi sneri hann sér svo að konunni, sem stóð rétt fyrir framan hann og beið án efa eftir afgreiðslu og greip þéttingstaki undir handlegginn á henni. Hún hrökk við og skalf svo ákaft, að hann fann með hendinni, sem hann hélt undir handlegg hennar, hjartað slá ört og hræðslulega. Hún sneri sér við og sá hann, mann- inn, sem fyrir stundu hafði staðið fram- an við gildaskálann og hún hafði beiðst beininga af. Hann var við því búinn að hún mundi hljóða upp yfir sig, skamm- ast og rífast, reyna að blekkja eða ljúga,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.