Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 43
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI 137 »Mr. Frampton veit allt. Ég- — mig langar til að sýna honum Meggie. Hann trúir því varla, að ég eigi vaxna dóttur«. »Þú munt tæplega trúa því sjálf, þeg- ar þú sérð hana. Þessa Ieiðina«. »Hvert — í söngstofuna?« »Já. — Ég sé að þú ert ekki búin að gleyma herbergj askipuriinni ennþá. En veittu mér samt sem áður þá miklu á- nægju, að mega vísa þér til vegar«. Og með yfirborðs hæversku leiddi hann hana yfir tigluð gólfin í áttina til söngstof- unnar. Ástralíumaðurinn gekk fast á eft- ir, ennþá reikandi ráðs og án þess að vita hverju hann ætti að trúa. »Veit hún að ég er að koma? Ó, Max, hvað hefir þú sagt henni um mig? »Hún veit ekkert, eins og þú munt brátt fá að komast að raun um«. Nú voru þau komin alla leið og ’nann hratt opinni herbergishurðinni. »Guð sé oss næstur«, hélt Ástralíu- maðurinn að hann hefði hrópað upp yf- ir sig, en varirnar bærðust aldrei. Eina hljóðið sem heyrðist, var langt, skerandi, hræðilegt óp, eins og kvalavein. Konan sneri sér við: »Hver hljóðaði? Hvaða vein var þetta? Ekki að hljóða svona!« Hún þaut áfram og hneig niður eins og hrúga á gólfinu, að hálfu leyti liggjandi, að hálfu leyti á knjánum og hafði líklega enga hugmynd um það hvernig hún veinaði, fremur en hún gat áttað sig á, að þetta skerandi, hræðilega óp hafði komið frá henni sjálfri. Stúlkan lá á líkbörunum. Kertaljós brunnu umhverfis hana. Blómsveigar lágu við höfuð hennar. Hendurnar voru krosslagðar á brjóstinu. Það var eins og bros léki um varirnar. Hún hafði verið gullfallegt barn. -Jafnvel í dauðanum var hún yndisleg. Nú var eins og dauðaþögn dytti yfir salinn. Móðirin reis upp og þrýsti brenn- andi kossum á nákaldar hendurnar. Hún sagði ekki orð, hljóðaði ekki framar, skalf ekki eins og áður. En hún var nú ekki orðin nema eins og skuggi af hinni tígulegu konu, sem komið hafði inn. Skyndileg, óstjórnlega mikil, ofsareiði greip allt í einu huga Ástralíumannsins. Gegn um brimólgu skapsmunanna heyrði hann Malvern lávarð mæla hægt og kuldalega einhvernstaðar í nánd við sig: »Það gerðist í fyrradag, sama dag og ég tók á móti þinni árlegu bænaskrá, kæra frú. Eins og á stóð fannst mér að ég gæti veitt þér það, sem þú baðst um. Engin hætta stafar af því lengur«. Hann var maður mjög hefnigjarn. Ástralíumaðurinn stökk inn að iíkbör- unum og lyfti konunni, sem lá þar á knjánum á fætur með öðrum handleggn- um. Hún veitti enga mótspyrnu, leit ekki einu sinni spurnaraugum á hann. Með öðrum handleggnum lyfti hann henni upp á þröskuldinn og þar til hliðar stóð Malvern lávarður eins og myndastytta og virti þau fyrir sér með sínu óbil- gjarna, þyrkingslega brosi. Ástralíumað- urinn hóf upp þá hendina, sem laus var, og þurrkaði með henni brosið af munni myndastyttunnar. Að vörmu spori var hann kominn út á gangstéttina fyrir utan og hélt konan ennþá föstu taki í handlegg hans, dauða- þögul og hnípin. »Tíminn er liðinn«, hvíslaði hann í eyra henni. »Tíminn? Já, tíminn. Það er rétt. Ég hafði alveg gleymt því. Ég er þinn fangi«. Hann lyfti henni upp í vagninn og kom sjálfur á eftir. »Af stað« skipaði hann hóglátlega en þó öruggur. Hann beygði sig niður að köldu andliti henn- ar og mælti hægt og nærri því blíðlega eins og hann væri að hugga barn: 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.