Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 8
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hún nokkrum sinnum, en svo hoppaöi hún á öðrum fæti upp á stein, teygöi fram hausinn og rak upp stutt og rámt gal. Þrúðu varð ákaflega ónotalegt við þetta. »Er ekki pútu-skömmin farin að gala!« En Padda lét ekki þar við lenda; hún rak upp annað og þriðja galið, ennþá ámátlegra en hið.fyrsta, ýfði hálsfjaðr- irnar og velti vöngum. Þrúðu fór ekki að verða um sel. Hún minntist þess, þeg- ar hún var vinnukona uppi á Ásum, þá hafði eitthvað líkt komið fyrir þar, og hænunni hafði þegar í stað verið lógað; hana minnti hálfvegis að fólkið hefði fullyrt, að eggin hænunnar væru vafa- laust eitruð og þess vegna væri þetta bráðnauðsynlegt. Þrúðu þótti varlegást að fara eins að, vatt sér inn í skyndi, kom aftur út með grjón í annari hendi en búrhnífinn í hinni, lokkaði Pöddu inn í anddyrið til sín og náði henni þar. Inn- an stundar stýfði hnífurinn haus frá bol við þröskuldinn, og Padda var ekki leng- ur í tölu lifenda. Þrúðu þótti verkið illt og var döpur í bragði það sem eftir var dags. Hún minntist þess með viðurkenningu, að Padda hafði alltaf verið virðingarverð hæna, orpið eggjum með rausn, klakið þeim út með skyldurækni og alið ungana upp með samvizkusemi. En fyrr mátti nú samt vera óhæfa af hænu, að afneita sínu eðli og fara að gala! Og þó saknaöi hún Pöddu gömlu tilfinnanlega, þegar henni varð litið yfir hænsnahópinn. Um kvöldið tíndi hún saman þau egg, sem til höfðu fallizt síðustu dagana og raðaði þeim í dálitla tágakörfu; þau voru sextán að tölu og hún ætlaði að skjótast með þau til faktorsfrúarinnar, áður en hún háttaði. Þegar hún var að fara af stað með körfuna, greip hana ónotaieg hugsun; henni sló eins og eldingu niður í hugskot hennar: Ef Padda skömmin hefur orpið einhverju af eggjunum, og þau kynnu að vera eitruð, hvað þá? Þrúða fékk titring fyrir hjartað, því að þetta var alvarlegt mál, sem krafðist skjótrar úrlausnar. Það var einskis manns meðfæri að þekkja eggin hennar Pöddu frá öðrum eggjum, en að fara að fleygja sextán eggjum fyrir það eitt, að eitthvert þeirra gat verið eitrað, það fannst henni ekki ná neinni átt, — sex- tán egg á tíu aura hvert, — ein króna og sextíu aurar, — sú varasemi var efalaust of dýru verði keypt! Samvizkan var samt ekki róleg, þegar hún stóð í eldhúsinu hjá faktornum og, tók við peningunum fyrir eggin, og það lá á henni þungt farg, þegar hún háttaði um kvöldið. Svefninn vildi ekki veita Þrúðn gleymsku og hvíld eftir erfiði dagsins. Jafnskjótt sem hún hallaði sér á kodd- ann, skaut eggjunum hennar Pöddu upp í huga hennar, og ollu þau henni stöðugs kvíða og samvizkubits. Henni duttu í hug örverpi og skurnlaus egg, ýmis skaðleg kvikindi, sem áttu að geta skriðið úr vansköpuðum hænueggjum, en af því að hún árum saman hafði ekkert um það hugsað eða heyrt um það talað, komst hún ekki að neinni niðurstöðu. Smám saman varð henni það ljóst, að hún hafði breytt háskalega í því að selja egg, sem gátu orðið öðrum að líftjóni, — aðeir.s fyrir smánarlegs ávinnings sakir, eina krónu og sextíu aura. Hún gat varla trú- að sjálfri sér til þess að selja samvizku sína og sálarfrið fyrir annað eins smá- ræði! Verið gat nú samt, að þetta væri ástæðulaus kvíði, og hún einsetti sér að afla sér vitneskju um það sem allra fyrst morguninn eftir. En hverja gat hún spurt um þetta mál? Það var ekki um mar'ga að gera, og ekki var það ráðlegt aö segja beinlínis, hvernig á stæði, því að þá gat hún átt á hættu að verða að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.