Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 33
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI
127
eða þá að minnsta kosti kveina og biðj-
ast miskunnar. Það fannst honum ekki
nema eðlilegt. En það var eins og lífið
hefði rænt hana jafnvel því þreki að geta
undrast. Hún stóð þarna aðeins eins og
þrumu lostin, mállaus og örvilnuð og
horfði á hann.
»Eytt því öllu?« mælti hann brosandi.
En röddin var rám og brosið óendan-
lega hörkulegt.
Hún andvarpaði mæðulega og hneig
upp að honum rétt sem snöggvast eins
og allan þrótt drægi úr henni. Hann leit
-á hana með ströngum svip. Gegn um and-
litssmyrslin og vangaroðann mátti glöggt
sjá náfölan gráma, sem bar vott um
langvarandi skort og þjáningar... En
svipur hans var jafn hörkulegur og áð-
ur. Hann kenndi hvorki í brjósti um
hana eða nokkurn annan. Sjálfur hafði
hann orðið að berjast áfram með hnúum
og hnefum í heiminum og iðulega komizt
í hann krappan og verið að því kominn
að örmagnast. En hann hafði ekki látið
troða sig undir. Og ef svo færi nú fvrir
henni, þá var það hennar eigin sök en
ekki hans.
Hann var ekkert viðkvæmur. »Þá för-
um við? sagði hann.
Leiguvagninn beið og dyravörðurirm
var búinn að opna vagnhurðina og stóð
þar með hæverskum beygingum.
»Gefðu mér ofurlítinn frest«, sagði
hún eins og með andköfum.
»Komdu inn«, sagði hann.
Það leit út eins og hann hjálpaði henni
upp í vagninn, að minnsta kosti sleppti
hann ekki því taki, sem hann hafði náð
á handleggnum á henni. Hann kom upp
í strax á eftir henni. Dyravörðurinn beið
við hurðina eftir fyrirskipunum,
Ríki maðurinn gaf beiningakonunni
hornauga og mælti í hálfum hljóðum:
»Ætli nú fari ekki bezt á því, að keyra
til næstu lögreglustöðvar? Hefir þú
nokkuð við það að athuga?«
Hún leit beint í augun á honum, svo að
hann hrökk við af einhverri ókunnugri
tilfinningu. »Guð minn góður«, hugsaöi
hann með sjálfum sér, »hún er alveg ör-
vilnuð«.
Hún svaraði honum hálf-hvíslandi:
»Já, það hefi ég. Gefðu mér ofurlítinn
frest«.
»Þetta gæti svo sem verið nógu fróð-
legt, jafnvel til dægrastyttingar«, hngs-
aði hann. »Svo lengi lærir sá sem lifir«.
Hann hnyklaði ofurlítið brýrnar og
sagði svo við dyravörðinn: »Segðu hon-
um að keyra gegnum lystigarðinn og svo
skulum við sjá til«.
Hann þreifaði í vasa sinn eftir pening,
sem hann gaf dyraverðinum. Með hinni
hendinni tók hann aftur undir handlegg
konunnar. Hún var forkunnarfögur, svo
að það gæti vel hafa verið af ástriki,
sem hann hélt svona í hana.
Vagninn ók af stað. Þau keyrðu gegn-
um ýmsar hliðargötur í áttina til Park
Lane.
»Jæja«, sagði hann. »Ég hefi haldið
vörð um þig. Ég hefi elt þig rúma hálfa
aðra klukkustund frá því að þú stalst
frá mér seðlaveskinu mínu þarna í
mannþyrpingunni. Hvernig fórstu ann-
ars að því? Það er það sem mér þætti
gaman að vita. Segðu mér það fyrst«.
Hún horfði framan í hann með mikillí
athygli.
»Mundi þér þykja garnan að heyra
það ?«
»Það mundi mér þykja«.
Hún mælti: »Þegar þú neitaðir mér, þá
veitti ég þér eftirför----«.
»Vitandi að ég væri ókunnugur og auð-
ugur?«
»Já, það vissi ég. Gerði mér í hugar-