Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 38
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Já«, mælti hann og leit á armbands- úrið sitt, »eftir tvær og hálfa klukku- stund ferðu á lögreglustöðina«. »Það er satt«, sagði hún og hló. »Kærulaus«, hugsaði hann með sjálf- um sér. »Nú, nú, mælti hann af hljóði. »Hvað er annars satt í þessu, að þú hefð- ir ekkert borðaö í dag? Mér sýnist ekki trútt um að þú sért dálítið hirðulaus um borðhaldið«. »Jú, það er satt — en ég er ekki kæru- laus þó að svo kunni að sýnast og ég ætti ef til vill að vera það«. »Að minnsta kosti gerir þú þér ekki óþarfa áhyggjur. Það er líka rétt, að láta ekki ólánið beygja sig fyrr en út í pað er komið« . Samt sem áður var hann steinhissá. Var þetta jafnaðargeð? Eða var hún dauðhrædd? Það var líklegra. Nú var komið að eggjakökunni. Það hafði smám saman rætzt úr henni. Hún var orðin skrafhreifin og skemmtileg. Léttur og eðlilegur roði var kominn í vangana á ný. Augun Ijómuðu, þegar hún talaði og hún var reyndar orðin reglulega ánægjulegur borðnautur. En hann velti alltaf þessari sömu spurningu fyrir sér: Gat það verið að gleði hennar væri ekki uppgerð? Gat hún verið svo gersamlega hirðulaus um hvað við tæki? Hann hafði tekið eftir því, að hvað fjörug sem hún varð og alúðleg, þegar hún fór að tala, þá var samt eins og at- hygii hennar eða umhugsun snerist aldrei að honum. Og því fór jafnfjarri, að hug- ur hennar dveldi ema stund við þær þrengingar, sem hún átti í vændum. Það var eins og öll sál hennar dveldi í ein- hverju draumalandi, langt burtu. Þetta fannst honum dularfullt og óskiljanlegt og honum féll það ekki. Því að hamí þótt- ist vera góður mannþekkjari, og vildi hafa það á tilfinningunni að hann vissi hvaöan vindurinn blés. Hann hellti í glösin hjá þeim báðum. Því fór fjarri að hún hefði reynt að fá hann til að drekka meira en góðu hófi gegndi. Þau höfðu drukkið sléttan tvímenning. Hún varð honum stöðugt meiri ráðgáta. »Ertu hrædd«, spurði hann brosandi í hálfum hljóðum. »Hrædd við hvað«, spurði hún og festi nú allt í einu á honum augun leiftrandi af gieði. Þau beinlínis Ijómuðu af hamingju. Áður um kvöldið hafði hann séð í þeim hyldýpi örvæntingarinnar, vonleysi, dauðaþreytu og sálarangist. Nú voru þau björt af hamingju. Hvers skyldi hún svo sem vænta frá honum? »Fangelsið«, svaraði hann þurrlega. »Nei, nei«, sagði hún rólega, næstum því eins og hún sópaði þeirri hugsun burt frá sér. »Hvað um mig verður, eftir að þessi þriggja klukkutíma frestur er lið- inn, skiftir engu máli«. »Og hvað er þá þetta, sem þér ríður svona mikið á að gera, á þessum þrem klukkutímum ?« »Eftir hálfa klukkustund þarf ég að vera komin til Chesham Crescent Nr. 10. Chesham Crescent«. »Já, Chesham Crescent, Mayfair. En. segðu mér nú til hvers?« »Þarf að heimsækja fólk, sem þar býr«. »Hvort ætlarðu að fara um framdyrn- ar eða nota eldhúsinnganginn?« spurði hann glottandi. »Um framdyrnar. Það er gamla 'heim- ilið mitt. Þangað fluttist ég, þegar ég giftist«. »Þangað, sem þú ferð, verð ég einnig að fara«, mælti hann. Hún andvarpaði. »Svo verður víst að vera«. »Segðu mér nú sögu«, mælti hann eins og hann væri að bregða í spaug. »Auð- vitað verður ekkert orð satt í henni, en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.