Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 30
124 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hann gekk á braut hnarreistur og fyr- irferðarmikill eins og hann hefði unnið eitthvert þrekvirki og hélt áfram unz hann staðnæmdist skammt frá þar sem hópur forvitinna manna hafði flykkst að, til að horfa á götuslys. Lögregluna dreif að úr öllum áttum og tók í óðaönn að dreifa mannfjöldanum. En maðurinn var ekkert að flýta sér. Hann staðnæmaisí og horfði með athyglí á hreyfingu og lát- bragð allra þessara ókunnugu manna og handatiltektir lögreglunnar og hann var að bera saman í huganum gamla og nýja heiminn. Og þar sem hann stóð yzt í mannþyrpingunni hugsandi, dró hann upp vindlingahylki úr vasa sínum og kveikti sér í vindlingi. Því næst fór hann að reyna að troðast í gegnum mannþyrpinguna og gekk það ekki sem greiðlegast, því að öll umferð hafði stöðvast þarna um sfund og ægöi öllu saman, bílunum og fólkinu, sem ruddist að eins og hrafnar að hræi til að sjá hvað um væri að vera. Þó tókst hon- um að ryðja sér braut og komast leióar sinnar. Og þegar hann var rétt í þann veginn að komast úr úr þyrpingunni hinum megin, greip hann hendinni í vinstri treyjubarminn sinn. Leðurveskið, sem átti að vera í treyju- vasanum innanverðum, og hafði að geyma álitlega fúlgu af bankaseðlum, var horfið. »Hver þremillinn! Bannsettur aulinn« ! tautaði hann fyrir munni sér. »Nú verð ég víst að fara rakleitt til næstu log- reglustöðvar, eða til leynilögreglunnar, sem svo mikið er gumað af í þessu landic. Hann staðnæmdist augnablik hikandi og á báðum áttum, en þá sá hann allt í einu á gangstéttinni fyrir framan sig konuna, sem betlaði. Hún var einnig komin út úr mannþrönginni og var mik- ill asi á henni. Hún gekk mjög hratt. Hann greikkaði sporið og veitti henni eftirför. Hún smaug með ótrúlegustu lip- urð á milli allra bílanna, leiguvagnanna og strætavagnanna og var komin á auga- bragði yfir götuna, og átti hann fullt i fangi með að veita henni eftirför. AUt í einu sneri hún til vinstri inn á Haymar- ket og kallaði á leiguvagn. Hann sá hana hverfa upp í vagninn, rétt þegar hann kom fyrir hornið á Carlton hótelinu. Hann benti undireins öðrum vagni að staðnæmast og stökk upp í hann. »Eltu leigubílinn þarna«, mælti hann við ökuþórinn. »Sjáðu til, þennan þarna! og misstu nú ekki sjónar af honum hvað sem tautar —«. Um leið voru þeir komnir af staó á rjúkandi ferð. ökuþórinn virtist vera skynugur maður svo að ókunnugi mað- urinn fór brátt að fá traust á því, að hann mundi leysa hlutverk sitt vel af hendi. »Og hver veit þá, nema maður lendi í einhverju verulegu æfintýn í kvöld«, hugsaði hann með sjálfum sér. »Ef til vill keyrum við beint inn í eitt- hvert glæpamannabælið og þá fæ ég á- reiðanlega að sjá meira af London, en ég hefi ennþá augum litið. Mig hefir líka alltaf langað til að sjá úthverfi þessarar miklu boi'gar. Og peningunum mun cg áreiðanlega ná áður en lýkur«. Því verður ekki neitað, að honum þótti ákaflega vænt um peninga, enda hafði hann goldið margan svitadropa fyrir að afla þeirra. Hann hafði stritað baki brotnu, þjáðst og þrælkað fjölda mörg ár áður en pyngjan var orðin það gild, að hann gat farið að lifa nokkurnveginn áhyggjulausu lífi. En einmitt þessvegna virti hann peningana mikils og fór gæti- lega með þá, jafnvel þó að hann eyddi ör- látlega, ef svo bar undir. Hann hafði íil varúðar látið taka númer af öllum seðl- um sínum. Nú hægði vagninn allt í einu á sér,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.