Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 4
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Á höfuðdaginn var kyrrt veður, en þungbúið loft og þoka ofan undir byggð, svo að ekki þótti taka því að breiða fisk. Þrúða var því heima. Rétt fyrir hádeg- ið kom Áki, sonur faktorsins, upp að Byrgi með þau skilaboð frá föður sínum, að hann bæði hana að hreykja fyrir sig mó það sem eftir væri dagsins, því að hann væri hræddur um að nú gengi í rigningar. Þrúða játti því og upp úr há- deginu hélt hún af stað út og upp á Sundin, þar sém mórinn var breiddur. Hún var með stóran hitageymi, vafinn í sjal, undir hendinni; hún vildi ekki tefja sig á því að fara heim 1 kaffið, heldur hafa það með sér. Þegar Þrúða kom upp á Sundin, sá hvin að þar var karlmaður fyrir og var farinn að hreykja mónum. Það var Berg- ur utanbúðarmaður faktorsins, íimmtug- ur Sunnlendingur, sem. tvö síðustu árin hafði verið starfsmaður við verzlunina. Hann var að ljúka við þriðja hraukinn, þegar Þrúðu bar að. Hún lagði pinkilinn frá sér á milli þúfna, tók af.sér skýluna og stytti sig. »Komdu sæll; það er nýtt að sjá þig við þessa vinnu«. »Komdu sæl«, svaraði hann glaðlega og tók ofan derhúfuna; »já, faktorinn var svo hræddur um að hann færi í rign- ingar úr höfuðdeginum, að hann sendi mig ltka«. Þrúða fór að bera saman í hrauk í út- jaðri móbreiðunnar. Bergur byrjaði á nýjum hrauk í áttina til hennar; hann var ekki vanur að vinna þegjandi, ef annars var kostur og vildi því að sem stytzt væri á milli þeirra. »Það er ekkert að gera við verzlunina, engir koma í kaupstað, allir bátar úti og ekki leið að þurrka fiskugga, — en það er eins um okkur bæði, að við kunnum ekki við annað en að hafa eitthvað fyrir stafni. Er ekki svo, Þrúða?« Hún jankaði. »Eg hef nú reynt flest bæði á sjó og landi og víða verið, svo að mér er svo sem sama, hvað eg geri. Það er ekki verra að hreykja mó en hvað annað, — sérstaklega þegar einhver góður er með í verki, — eða finnst þér það ekki, Þrúða?« Ja, jú, jú, ekki bar að neita því. »Þú ert lang-duglegust allra í fiskin- um; það segi eg og það segir faktorinn. líka«. »Svo, heldurðu það?« Bergur malaði á.fram um vinnubrögð- in og afkomu manna þar í Voginum. Niðurstaðan á þeim athugunum hans var á þá leið, að þau tvö, Þrúða og hann, væru eina fólkið', sem nokkuð væri í var- ið, þegar öllu væri á botninn hvolft, að undanteknum húsbónda hans, faktornum. Þrúða hlustaði á, en svaraði litlu til. Hún var ekki mælsk, en hafði gaman af að heyra aðra tala. Henni þótti töluvert til Bergs koma, vissi að hann var dugleg- ur og reyndur maður og var í uppáhaldi hjá faktornum fyrir reglusemi og trú- mennsku. Henni fannst yfirleitt, að með góðri samvizku gæti hún ekki haft neitt á móti því, sem hann var að segja, og jankaði flestu. — Hraukarnir þeírra fjölguðu og færðust nær og nær hver öðrum. »Við erum nú svo reynt fólk, Þrúöa, að við þekkjum lífið«, sagði Bergur; hann stóð með móköggul í annari hendi, en hyssaði upp buxnahaldinu með hinni. »Það er munur eða þetta unga fólk, sem ekkert hugsar nema fyrir deginum í dag-. Þú átt þitt hús, þar sem þú getur lifað eins og drottning, og eg hef fasta og góða atvinnu, svo að mér er óhætt úr þessu. Eg hef reynt meira en margur annar. Lengi var eg skútukaii og tvisvar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.