Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Síða 46
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fangelsi og jafnvel Síberíuvist, ef þeir gerðu tilraun til að rétta hlut sinn. Þaðan sem setuliðsdeildin hafðist við, var mjög skammt yfir landamærin, og inn í þann hluta, er Þjóðverjum til- heyrði. Einstöku sinnum tókst pólskum mönnum úr liði Rússa að strjúka yfir til Þjóðverja, og þóttust þeir þá hólpnir. Á tímabilinu sem sögumaður minn hafði verið í herþjónustu, höfðu ýmsir ættingjar hans flutzt vestur um haf og tekið sér bólfestu í Canada. Af þeim hafði hann fátt frétt, en síðan þeir fluttu vestur lék honum aðeins hugur á einu, og það var að losna úr herþjónustunni, og komast vestur um haf, en það var auðveldara að hugsa en framkvæma. Þegar hann hafði verið nærri hálft fimmta ár í herþjónustu, hafði honum tekizt að nurla saman lítilli fjárupphæð. En fé var hið eina og fyrsta nauðsynlega til að opna leiðina til frelsis. Það hafði um nokkurn tíma verið á vitund hans og fleiri Hermanna, að örskammt handan landamæranna væri staður, þar sem þeir, sem sluppu úr setuliði Rússa, fengu fót og aðrar nauðsynjar, gegn gjaldi. Það voru Þjóðverjar sem þá verzlun ráku. Kvöld eitt síðla sumars var sögumanni mínum skipað að halda náttvörð, og skyldi varðstöð hans vera rétt við landa- mærin; framundan var allþykkur skóg- ur og áleit hann, að kæmist hann þangað óséður, væri sér borgið. Laust fyrir miðnætti fór að rigna og eftir því sem lengra leið á nóttina varð úrkoman meiri og myrkrið svartara. Þá fannst varðmanninum, sem hafði hálft fimmta ár af andstyggilegri herþjónustu að baki sér, sem tími mundi til að freista gæfunnar og leita frelsis. Auðvitað bar hann rússneskan her- mannabúning, en að flýja í honum vissi hann að væri sama og að ganga í snör- una, í honum var hann auðkenndur og og yrði engrar undankomu auðið. Hann tók það ráð að hann afklæddi sig, kast- aði fötunum í vatnsgryfju ásamt byss- unni; að svo búnu hóf hann för sína. Hálfnakinn skreið hann í for og rign- ingu, eins og ánamaðkur, yfir landamær- in, og inn í skóginn; eftir að þangað kom kraup hann áfram, hálfboginn, milli trjánna all-langan veg, unz hann grillti ljóstýru í skóginum. Hann þorði naumast að stefna á hana, en réði það þó af. Þeg- ar hann átti eftir nokkur skref að kof- anum, sem ljósið lýsti frá, kom maður skyndilega í veg fyrir hann og spurði: »Hver fer þar?« Flóttamanninum varð fátt um svör, og samstundis nálgaðist þessi maður hann, en þegar flóttamaður- inn sá að hinn var vopnlaus, gerðist hann djarfari og kvaðst þurfa liðsinnis. Mað- ur sá er ávarpað hafði flóttamanninn skoðaði hann nú í krók og kring og fylgdi honum síðan inn í kofann, sem ljóstýran logaði í. Komst þá flóttamaður- inn að því, að skálabúinn var þýzkur, og að hann var sá, er orð hafði leikið á að hjálpaði rússnesku hermönnunum um föt og aðrar nauðsynjar á flótta þeirra. Flóttamaðurinn fékk þarna fatagarma hjá þóðverjanum og varð auðvitað að láta fyrir þá þá litlu upphæð, er hann hafði meðferðis. Að því búnu vísaði þjóð- verjinn honum til vegar, og pólverjinn hóf sína löngu pílagrímsferð til fyrir- heitna landsins, Canada. En ferðin gekk seint, eins og skiljanlegt er. Félausum flóttamanni reyndust sporin mörg og þung, en á endanum komst hann til Ham- borgar, þaðan var helzt von að fá far vestur yfir hafið. Með næsturn dæma- lausri þrautseigju tókst honum að kom- ast áfram á lélegasta þriðja farrými vestur yfir Atlantshaf. — Fargjaldið hafði hann unnið sér inn meðan hann dvaldi í Hamborg. — í mestum vandræð- um kvaðst hann hafa verið með að fá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.