Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 27
FNJÓSKDÆLA SAGA
121
heyi. — Bjarni var beitarhúsmaður á
Eeykjum í fimmtán vetur, en fyrstu
þrjá veturna var Guðmundur með hon-
um. Sauðir voru á þeim árurn sjaldan
færri en hundrað á Reykjaseli; svo var
geitakofi framar á dalnum, fram í skóg-
arhjöllum; þar voru tíu til fimmtán geit-
ur, og þurfti að bera heyið til þeirra frá
Reykjaseli.
Bjarni var' 25 ára, þegar hann kvænt-
ist fyrri konu sinni, Kristínu Sigurðar-
dóttur frá Þormóðsstöðum í Sölvadal.
Fór hann þá að búa á Snæbjarnarstöð-
um og bjó þar til dauðadags; var hann
þar í 40 ár og búnaðist vel. Hann var
glaðlyndur maður og bjartsýnn, greiða-
samur við fátæka og atorkumaður,
manna þolnastur við göngulag og fljótur
á fæti. Fór hann oft á vetrum gangandi
til Akureyrar og kom aftur sama dag.
Eitt sinn fór hann að vorlagi til Flateyj-
ar að sækja harðfisk á tvo hesta. Þeg-
ar hann kom aftur, fór hann fram dal-
inn að austanverðu að Sörlastöðum. Þá
var Bakkaá í hroðavexti og ófær með
öllu, en engin ferja, hvorki á Fnjóská
hjá Tungu eða á Bakkaá, svo að oft kom
það fyrir að allar samgöngur í Tunguna
voru tepptar á vorin, en þó sjaldan lengi
í einu. Gat Bjarni ekki komizt heim til
sín í þetta skifti vegna vatnavaxtanna,
og þótti leitt. Tók hann þá það ráð, að
hann skildi hestana eftir á Sörlastöðum,
en sjálfur gekk hann suður Timburvalla-
dal, fram fyrir uppsprettur árinnar, og
svo vestur yfir fjöllin; komst hann þann-
ig framan Hjaltadalinn heim til sín.
Bjarni var veðurglöggur með afbrigð-
um og tók vel eftir loftslagi; kom honum
það oft og tíðum að góðu gagni. Hann
var mjög minnugur, mundi vel, hver.uig
veðrátta hafði verið í fjöldamörg ár;
hafði söguritarinn oft mikla skemmtun
af þeim minningum hans, þótt fátt af
þeim sé ritað hér. Samt verður hér sagt
frá einum vetri, sem hann minntist oft,
en það var veturinn 1859—60. Þá var
harðindatíð einhver sú allra mesta, sem
komið hefur á nítjándu öldinni. Um
haustið komu stórhríðar og fannfergja
um Mikjálsmessu (29. sept.). Þá voru
Bárðdælingar á leið með sláturfé til Ak-
ureyrar, og voru komnir yfir Vallafjall
inn í Fnjóskadal, þegar hríðin skall á.
Komust þeir þá hvorki fram né aítur
með fé sitt fyrir fannfergju og veður-
vonzku, og máttu til að skera það, þar
sem þeir voru komnir. Komu þeir kjot-
inu til reykingar hvar sem þeir gátu á
næstu bæjum; fengu þeir rúm í sex eld-
húsum fyrir svo mikið, sem unnt var.
Lítið eitt var saltað, því að bæði skorti
tunnur og salt. Gærur allar voru rakað-
ar, en slátur voru seld fyrir sama sem
ekkert. Hestunum var komið fyrir á hey,
en sjálfir fóru rekstrarmenn heim til sín
á skíðum. — Eftir veturnætur kom
hláka og kom þá sumstaðar upp jörð í
dalnum; en með jólaföstu harðnaði aftur
og kom stórkostlega mikil snjódrífa, sem
stóð yfir í marga daga. Upp frá því
mátti svo heita, að hver dagurinn væri
öðrum verri allt fram að páskum; þá
loksins batnaði á páskadaginn, sem var
sunnudagurinn fyrstur í sumri. Voru þá
orðin hin mestu vandræði, margir búnir
að skera margt af fé sínu, en það af án-
um, sem lifði, gat ekki fætt lömbin fyrir
megurð, svo að lambadauði varð mikill.
Þá voru allar bjargir bannaðar, ekkert
korn fékkst á Akureyri og hafþök af ís
fyrir öllu Norðurlandi. Þetta var mikill
hnekkir fyrir bændur, en þeir réttu fljótt
við aftur, því að áður var gott árferði
og engar skuldir, sem teljandi voru, á
bændum í Fnjóskadal. Fyrir þenna vet-
ur var fé orðið svo margt í dalnum, að
það hefur aldrei verið annað eins, hvorki
fyrr né síðar. Fáeinir bændur höfðu hey
16