Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 11
ÞEGAR HÆNUR GALA 105 var af öllu, að nú var orðið of séint að iðrast og engin leið að bæta fyrir brotið. Hún ranglaði inn í leiðslu og háttaöi" í snatri. Það setti að henni kuldahroil, og hún bylti sér í sifellu undir sænginni, en hún gat enganveginn orðið hvíldar að- njótandi; óttinn og iðrunin létu hana engan frið hafa. Það lá svo sem ekki í láginni, hvernig komið var. Padda hafði átt eitt af eggjunum, saklaus drengurinn lent á að borða það um kvöldið og svo veikzt upp úr því. Og sjálf átti hún sök- ina á þessu. Hún hefði svo hæglega 'get- að komið í veg fyrir þenna hræðilega at- burð, ef hún hefði sýnt svolítinn lit á fórnfýsi og mannúð, en í þess stað hafói hún látið bölvaða auragirndina hlaupa með sig í gönur. — Eina krónu og sextíu aura! Svo litlu verði hafði víst enginn selt sál sína! Þrúðu var þungt af ekka; hún snökti við hvert andartak, en grátið gat hún ekki. Almáttugur, hvernig ætlaði allt þetta að fara? Mundi hún geta haldið sönsum og nokkurntíma geta tekið á heilli sér, ef drengurinn dæi? Þessar hræðilegu hugsanir hrelldu og hrjáðu sál hennar miskunnarlaust fram eftir nótt- inni og létu hana aldrei í friði. Nætur- dimman jók á ömurleikann, og upp úr miðnættinu fór vatnið að streyma úr íoftinu. Nú var engrar hvíldar, éinskis svefns að vænta; hvað átti hún að taka til bragðs? Gat hún leitað til nokkurs manns, nokkurs vinar, sem hefði vilja og getu til þess að hjálpa henni? Allt í einu datt henni Bergur í hug, — Bergur, sem hún hafði ekkert hugsað um í tvo daga. Hann hafði sótt lækninn og vissi því manna bezt um sjúkdóm drengs- ins; hann var henni hollur, ef nokkur var það, og hann svaf einn úti í Pakk- húsi, svo að hægt var að hafa tal af hon- um án þess nokkur annar vissi; hohum gat hún trúað manna bezt til að begja yfir þessu óheillamáli. Óþreyjan rak hana á fætur, hún snaraði sér í fötin og innan stundar hljóp hún við fót í helli- rigningunni ofan stíginn. Hún nam snöggvast staðar við faktorshúsið og leit upp í gluggana. Þar var hvergi ljós að sjá og engan umgang að heyra. Hún sneri til Pakkhússins, gekk hægt að glugganum hans Bergs og drap fingri á rúðuna. — Steinhljóð. — Hún drap aftur hnúanum á rúðuna; þá fór að heyr- ast þi-usk og mótaði fyrir andliti inni »Hver er að berja?« var spurt að innan. Þrúða svaraði, en gerði merki með hendinni þess efnis, að hún þyrfti að komast inn. Svo var hurðin opnuð og Bergur stóð þar á nærfötunum í anddyr- inu. »Hver er þar?« spurði hann og rak andlitið alveg að henni; »hvað geng- ur á?« »Eg má til að tala við þig, Bergur«, svaraði hún lágt. »Þrúða!« — Hann varð svo steinhissa, þegar hann þekkti hana, að hann hrökk tvö skref aftur á bak, sneri sér svo á hæli, skrapp inn í herbergið og smeygði sér í buxurnar; svo kom hann fram fyr- ir aftur og tók í handlegginn á Þrúðu. »Þú ert rennandi blaut, blessuð komdu inn fyrir«. Hann settist á rúmstokkinn, en hún á stól við höfðalagið. »Á eg ekki að kveikja, Þrúða?« »Nei, í guðs bænum, — þetta má eng- inn lifandi maður vita. Viltu lofa mér því, Bergur, að segja þetta engum? — Eg á svo voðalega bágt«. Hún varð að tala með hvíldum og nu gátu tárin loksins fengið framrás. Hann færði sig nær henni, og þá hallaði hún ósjálfrátt andlitinu upp að öxl hans. Bergur átti erfitt með að átta sig á 14

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.