Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 20
114
NÝJAR KVÖLÐVÖKUR
inu, renndi til þess ástaraugum og setti
það á varir sér með sérstökum hátíðleik,
hallaði því, tæmdi það í hægum, löíigum
teyg, og setti það svo í flýti á borðið —
honum féll víst bragðið vel í geð. »Eg
hef komið á hinni réttu tegund hér-x,
sagði maðurinn, þegar hann hafði lokið
úr þriðja giasinu, »áður voru hér aðeins
ómögulegar tegundir«. Það var eitthvað
smitandi við drykkju þessa manns. Anton
var farinn að súpa drjúgum á. Hann
ætlaöi nú að grípa hér gæsina, meðan
hún gafst. Söfnuður'inn varð að greiða
allan nauðsynlegan kostnað. Þetta ólukk-
ans embættisverk. Hann braut nú heil-
ann. Hvernig átti hann að byrja! Hann
hafði nú ekki gleymt því, hvernig það
fór með stúlkuna. Á meðan kom matur-
inn. Meðan hinn sat og tuggði með út-
troðinn gúlinn, hugsaði Anton. Þegar
öllu var á botninn hvolft, var bezt að
ganga hreint að verki. Svo byrjaöi hann
alveg upp úr þurru! Þessi maður vissi
svo vel um alla hluti, hvort hann gæti
ekki sagt honum, hverskonar maður að-
stoðarprestuj'inn hérna væri. Hinn mað-
urinn hélt nú á svínsrifi, og annar end-
inn stóð út úr öðru munnvikinu. Andiit
hans hreyfðist ekki úr þessari stellingu
nokkurn tíma, eftir aö Anton hafði kom-
ið meö þessa spurningu. Þá lauk hann
við aö kroppa beinið, fékk sér góðan
sopa, þurrkaði sér um munninn og
spurði, hvernig stæði á því, að hann væri
að fárast um aðstoðarprestinn þeirra.
Anton komst í vandræði og sagðist nú
vera hér á ferðalagi og hafa áhuga á
kirkjulegum efnum. Annars hefði hann
nú spurt, af því að sér hefði einmitt
dottið þetta í hug. — En hversu sem
hann reyndi að láta allt líta vel út, þá
var þó auðséð fátið, sem kom á hann.
Hann var kominn í hinar mestu ógöngur.
Hinn sagði: »Nú já, einmitt það — hm«,
og horfði á hann hvössum augum. Rétt
á eftir kom ungfrúin inn. Maðurinn kall-
aði til hennar: »Minna, hugsaðu þér
bara, hér er maður, sem er að spyrja
mig um aðstoðarprestinn okkar«. Stúlk-
an svaraði: »Já, hann var líka að spyrja
mig um jhann rétt áðan!« Þá sagði mað-
urinn: »Þar hafiö þér einmitt hitt hinn
rétta heimildarmann! Stúlkan þessi
þekkir aðstoðarprestinn okkar vel —
meira að segja mjög vel — ekki satt?
Þá látið þér hana segja yður, hversu
hræðilegur maður það er«. Stúlkan hló
og flissaði, en hún vildi ekki tala og
hljóp hlæjandi út.
»Jæja, þá skal ég nú segja yður ýmis-
legt um aðstoðarprestinn okkar«, sagði
maðurinn við Anton. »Eg þekki hann
nefnilega vel. Eg get sagt, að hann sé
bezti vinur minn«. Um leið og hann
sagði þetta kveikti hann sér í vindli og
bauð Anton annan, sem hann tók upp úr
vasa sínum. Fjárkaupmanninum fannst
hann ekki lengi hafa fengið svona góðan
vindil.
»Jæja, aðstoðarpresturinn okkar, hann
Hegewald«, byrjaði hinn um leið og hann
hallaði sér aftur á bak í stólnum og blés
reyknum í snotrum hringjum út í loftið,
»hann hefur verið félagi minn frá því
ég var barn. Eg get sagt, að eg hafi
þekkt hann, frá því ég vaknaði til lífs-
ins. Eg gæti ekki lastað hann, því að
heimskupör hans hafa einnig verið mín.
Eg skirrist við að hrósa honum, því að
það, sem hann hefur vel gert í lífinu, er
einnig mér að þakka. Þér megið til með
að vita, að við höfum gengið saman í
skóla, Hegewald og ég. Við gengum sam-
an í háskólann, sóttum sömu fyrirlestr-
ana og slepptum þeim líka oft, og að lok-
um tókum við saman próf og stóðumst
það til allrar hamingju!« — Nú hressti
ræðumáður sig á einum sopa, þagði um
stund og horfði upp í loftið, svo brostí
hann, eins og hann minntist með ánægjn