Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 42
136
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
leg sorg eða ógæfa. Hann fann að nú
mundi eítthvað alvarlegt gerast.
Þegar þau gengu inn í forsalinn, birt-
ist allt í einu í opnum dyrum til vinstri
handar, hár maður. Það var alveg eins
og hann hefði tekið eftir konunni og sé'ð
til hennar, er hún var að koma. Hann
var á að gizka fjörutíu og fimm til
fimmtíu ára gamall. En andlit hans, hár
og tilburöir gátu þó borið vott um miklu
meiri aldur. Hann var grannvaxinn, grá-
hærður og kuldalegur yfirlitum. Og und-
ir eins og Ástralíumaðurinn hafði litið á
hann, komu orð konunnar fram í huga
hans eins og undirskrift við mynd:
»Hann er maður hefnigjarn«.
Og eins og nú kom í ljós, var hann í
sannleika sagt mjög hefnigjarn maður.
Konan gekk fram á gólfið í áttina til
hans, yndisleg í hreyfingum, fögur eins
og gyðja.
Með annari hendinni vafði hún að sér
kápunni og hélt henni um sig eins og
tízkan bauð dálítið þóttalega, en um leið
ósegjanlega fallega. Djásn hennar og
dýrindisklæði skinu með töfraljóma í
ljósadýrðinni. Sjálf Ijómaði hún mest af
eftirvænting sinni og innri gleði.
»Max«, hóf hún máls, »eftir öll þessi
ár...«
Röddin titraði og hún hikaði við. Nú
varð hún þó að brosa, nú mátti hún til
að standa sig og láta engan bilbug á sér
finna.
Á andliti gráhærða mannsins mátti
líka merkja dauft bros, hræðilegt
grimmdarbros.
»Þú lítur prýðilega út«, mælti haim og
hneigði sig um leið, og auðséð var á
undruninni, sem brá allra snöggvast fyr-
ir í svipnum, að honum fannst mikið til
um búning hennar og útlit. »Ég hafði þó
heyrt...«
»Ekki er að undra þótt hún vildi líta
vel út«, hugsaði Ástralíumaðurinn, alveg
ruglaður og steinhissa. Nú máfti hann þó
til að trúa, hversu ótrúlegt sem honum
fannst þetta allt saman.
Hún svaraði hratt og óðslega, knúin
af brennandi, innri eftirvænting: »Mér
líður vel, þakka þér fyrir; alveg Ijóm-
andi. Mér hefir alltaf liðið vel, mér mun
alltaf líða vel. Iðrunin fór mér illa, Max;
þú veizt að mér fer það ekki vel að
klæðast í sekk og ösku. En í guðanna
bænum af því að tíminn er svona stutt-
ur! Má ég ekki strax...?«
»Þú ert ekki ein þíns liðs«, rnælti Mal-
vern lávarður. Ég bjóst við að þú kæmir
ein«.
»Má ég kynna ykkur, Mr. Frampton —
Malvern lávarður«.
Þeir hneigðu sig.
Malvern lávarður virti Frampton fyrir
sér með rannsóknarsvip er virtist spyrja:
»Nýr eiginmaður eða elskhugi?« Augna-
ráðið var ískalt og ósvífið. Ástralíumað-
urinn vai’ð að láta sér það lynda, þó að
honum væri það sýnilega mjög ógeðfellt.
»Er hún hérna?« hrópaði konan.
Malvern lávarður bi'osti aftur, daufu
brosi, hræðilegu grimmdarbrosi.
»Já auðvitað. Ekki mundi ég láta þig
hlaupa apríl, eftir öll þessi dásamlegu,
hjartnæmu bréf þín, sem þú hefir skrif-
að ár eftir ár, og nú hafa hrært hjarta
mitt að lokum«.
Hún gekk áfram. »ó; leyfðu mér að
sjá hana undireins!«
»Án efa mun þér finnast mikið til um
fegurð hennar«, mælt Malvern lávarð-
ur. — »En...« hann hleypti í brýrnar og
leit á förunaut hennar.
Hún leit á Frampton. Augnaráðið, sem
hann gaf til baka virtist ennþá segja þrá-
kelknislega: »Þú ert fangi minn, og þang-
að, sem þú ferð, verð ég að fara líka«.
Hún hugsaði sig snöggvast um, brosti
svo og mælti: