Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 17
PRESTSKOSNINGIN í EHRENWOLMSÞORPI 111 glös lyesturinii hefði drukkið. Líklega hafa það verið ýkjur hjá Friedler og hans flokki, að kollurnar væru 15. En erfitt var að útkljá málið, því að veit- ingamaðurinn mundi nákvæmlega eftir því. Auk þess var hann sennilega hlut- drægur í málinu og auðvitað hlynntur þessum presti, þar eð hann sá, að hann mundi verða góður viðskiptamaður. — En Friedler og fylgismenn hans liéidu því fast fram, að ástríða Hegewalds td drykkjuskapar mundi verða alvarleg hætta fyrir heilbrigt sálarlíf þorpsbúa. Það var fært fram Hegewald til afsökun- ar, að hann hafi talað margar stundir samfleytt, og að heitt hafi verið í veðri. En Friedler kom með þá athugasemd, að til. klerkanna yrði að gera þær kröfur, að þeir væru hófsamir, jafnvel þótt heitt væri í veðri. Mótstöðumennirnir bi-ígsl- uðu Friedler um, að hann drykki oft meira en til að slökkva þorstann og skeytti ekki um, hvort væri kalt eöa heitt. út af þessu kviknaði auðvitað í bóndanum, og hann var reiðubúinn í á- flog. Um samkomulag var ekki framar til nokkurs að tala, því nú var það orðið kappsmál flokkanna að koma sínum manni að, iðrunarprestinum eða ölmann- inum. Allir voru þó á eitt sáttir um það, að á einhvern hátt yrði að útkljá þetta mál -sem allra fyrst, því að öllum stóð ógn mikil af kirkjuráðinu. Mönnum var kunnugt, að það hikaði ekki lengi. Þegar sóknarnefndin var ekki sammála um prestskosninguna, þá skipuðu yfirvöldin einhvern slordóna, sem þau þurftu aö koma í stöðu, og þar við sat. Þannig fór einu sinni fyrir söfnuði þar í grennd. En þorpsbúar í Ehrenwolmsþorpi vildu fyrir 'hvern mun afstýra því. Gegn slíku reis sjálfsvitund þeirra, sem var í góðu með- allagi. Þeir vildu sjálfir kjósa prestinn sinn, hvað sem það kostaði. — Og þannig1 hélt baráttan áfram. Að síðustu skaut upp hjá gáfuðum ná- unga hugsun, sem virtist að leysa þetta erfiða viðfangsefni. Sá góði maður vildi, að sendur væri trúnaðarmaður til þorps- ins, þar sem hinn margumræddi aðstoð- arprestur væri. Sendimaður skyldi svo spyrjast fyrir, hvernig hugarfari og líf- erni • manns þessa væri háttað. Þegar fengnar væru öruggar fregnir um þetta atriði, væri rétt að taka ákvörðun. Möun- um leizt vel á tillöguna, og báðir flokkar féllust á hana. En þegar fá átti mann til þessa starfs, kom það í ljós, að enginn vildi takast á hendur erfiði fararinnar. Að fara frá búi og börnum um upp- skerutímann og takast á hendur þeita erfiða hlutverk í bráðókunnugri sókn — til slíks langaði engan. En við þessu var einnig ráð. Einum kirkjufeðranna datt til hugar í tæka tíð, að maður frá Ehren- wolmsþorpi ætti heima ekki langt frá því þorpi, þar sem Hegewald væri. Þessí náungi hét Anton Schniess; en gekk allt- af undir nafninu Pappa-Anton, af því að hann hafði sett pappaþak á hús sitt í stað annars, sem óveður hafði svipt af því. Þetta var eina pappaþakið í Ehren- wolmsþorpi, og var það því næg ástæða til að kenna eiganda þess við það. Pappn- Anton var fjárkaupmaður og ferðaðist um og keypti lömb. Mörgum, sem Pappa- Anton hafði gabbað við fjárkaupin, var kunnugt um það, að hann var slægur sem höggormur. Anton hafði aðeins hægra augað — hið vinstra hafði hann misst í bernsku við það, að steini var kastað í það — en úr þessu eina auga skein meiri kænska en úr mörgum tveim- ur, menn voru almennt þeii'rar skoðun- ar, að Pappa-Anton væri eins og skap- aður til þess arna. Hann kunni viðskipta- brellurnar frá fjárkaupunum. Og ef hon- um væri heitið hæfilegri þóknun, mundi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.