Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 35
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI 129 komin svo nálægt — núna, eftir öll þr.ssi ár! örlögin gætu ekki verið svo grirorn- úðug að varna mér þess!« »Gott og vel! Klukkan níu þarftu að vera í Chesham Crescent. Það ætti allt að vera í lagi, ef ég færi með þig þang- að. En heyrðu! Þú getur borðað með mér kvöldverðinn fyrst. Þetta verður hrífandi skemmtilegt kvöld, að fá að sitja til borðs með þjóf, sem alveg er nýbúinn að hnupla frá mér pyngjunni með tvö hundruð pundum í. Maður getur hlegið að öðru eins«. Þau sátu nokkur augnablik steinþegj- andi í vagninum meðan hann nálgaðist óðfluga Bayswater, hinumegin í garðin- nm. »Ef ég á að snæða með þér kvöldverð«, sagði hann allt í einu og brá stríðnistón fyrir í röddinni, »þá verð ég víst að skifta um föt. Það er ekki ætíð, sem ég hef svo mikið við. Ég er nú ekki svo fínn með mig. En fyrst þú hefir 'nú klæðst í allt þetta skart« — og hornaug- að sem hann gaf henni um leið virtist segja: »á minn kostnað«, -— »þá verð ég líklega einnig að reyna að klæðast sóma- samlega, svo að ég skammi ekki út föru- neytið«. Um leið þreif hann heljartaki í handlegginn á henni, eins og til að full- vissa sig um, að hún hlypi ekki burt með- an hann stakk höfðinu út um vagnglugg- ann og hrópaði: »CheyIesmore Mansions 14«. »Hvar er það?« spurði hún óttaslegin, þegar höfuðið kom inn aftur. »Það er íbúðin mín, sem ég leigi um tíma meðan ég dvel í London. Þú getur beðið þar á meðan ég skifti um föt«. Hún svaraði engu, en sat grafþyrr og steinþegjandi, auðsjáanlega með illum beyg, en þó ráðalaus og undirgefin. Hann sá hvað hún hugsaði og það var svo sem ekki nema eðlilegt þótt henni dytti margt í hug. Honum datt heldur ekki í hug að leiðrétta misskilning hennar. Hún hafði sjálf komið sér í þessa klípu og þess- vegna var henni það ekki nema mátulegt, þótt hún byggist nú við öllu hinu versta. Vagninn nam staðar. Þetta var í fyrsta skifti, sem maður- inn frá Ástralíu hafði farið með konu inn í íbúð sína. Og þegar hann opnaði dyrnar og lét hana ganga inn á undan sér, bjóst hún að minnsta kosti við að hann mundi verða talsvert nærgöngull við sig hvað sem á eftir kæmi. Þjónn opnaði dyrnar hinu megin í í- búðinni. »William, vísaðu þessari konu inn í setustofuna og færðu henni vínblöndu á meðan hún bíður eftir mér. Eru fötin mín í lagi?« »Allt í. lagi, herra«. Þjónninn opnaði dyrnar að dagstof- unni og konan gekk inn. Stofan var fóðr- uð með rauðum veggpappír, hlý og vist- leg. Hún gekk að legubekknum við arin- eldinn og hné þar niður örmagna af þreytu og ótta. Það var eins og hún gleymdi alveg stað og stund og hún var á augabragði komin í annað land heldur en þetta, þar sem þau höfðu hitzt. Mað- urinn frá Ástralíu starði á hana undr- andi. Síðan gekk hann út harkalega og skellti hurðinni á eftir sér. Hann mælti við þjóninn: »William. Þessi kona verður að vera hér kyrr, þangað til ég er ferð- búinn. Þess verður að vera strar.glega gætt. Þú skilur?« »Svo skal vera, herra«. Að stundarfjórðungi liðnum var hann kominn inn til hennar aftur. Hann opn- aði dagstofudyrnar hratt og hljóðlega og virti hana vandlega fyrir sér áður en hann gekk inn. Hún sat ennþá á rauða legubekknum við arninn niðursokldn í 17

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.