Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 34
128 NÝJAR KVÖLDVÖKUR lund, að þú værir Suður-Afríkumaður eða ef til vill frá Ástralíu«. »Ég er einmitt frá Ástralíu«. »Það var þá rétt hjá mér«, mælti hún rólega og með því fasi, sem sýndi aö hún hugsaði meira um að tefja tímann held- ur en hvað það var, sem hún talaöi um. »Jæja, ég veitti þér eftirför, í þeirri von að eitthvað mundi rætast úr þér og mér mundi heppnast að hafa eitthvað út úr þér. Þá kom slysið eins og hjálp af himni ofan og öll mannþyrpingin. Ég tróðst fast upp að þér og var fast við öxlina á þér allan tímann, þó að þú veittir mér ekki eftirtekt. Einu sinni sá ég þig grípa hendinni ósjálfrátt í vinstra treyjubarm- inn. Þú varst ekki í yfirhöfninni. Og af því að þú ert stór maður og dálítið feit- ur, þá gúlpaðist treyjubarmurinn ofur- lítið frá þér, þegar þú tróðst áfram í mannþrönginni. Svo hvessti snöggvast örlítið og þá hélztu annari hendinni við hattinn þinn minnsta kosti í mínútu. Þá notaði ég tækifærið og fór með hendina undir þína yfir um brjóstið og náði vesk- inu á augabragði. Það tókst alveg snilld- arlega!« »Þú hefir nú líklegast gert þetta svo oft, að það er hætt að vera nokkuð spennandi fyrir þig«, mælti hann. »Nei, þetta var í fyrsta skiftið«, sagöi hún blátt áfram. Hann skellti upp úr og hló ruddaiega. Hún sat eins og á glóðum við hlioina á honum og hlustaði á tóninn í hlátrí hans, en þó glöð yfir að hann skyidi hlæja. Vagninn ók nú inn um hliðið á horninu á Hyde Park. Það var mjög fáförult og rökkrið var að detta á. »Nú segi ég ökumanninum að keyra til næstu lögreglustöðvar«. Þá var eins og herfjötur sprytti allt í einu af þessari hæggerðu konu og hún glaðvaknaði. Á augabragði var hún kom- in upp í fangið á honum, hallaði sér að brjósti hans með munninn fast upp að andlitinu og grátbað hann af allri auð- mýkt sálar sinnar: »Æi-nei! — Vertu miskunnsamur! Gefðu mér þrjá klukku- tíma. Bara þrjá klukkutíma, og svo máttu gera við mig hvað sem þér sýnist. Ég bið, eins og ein manneskja getur beð- ið aðra heitast um að hjálpa sér — að- eins þrjár klukkustundir!« Hann hratt henni hörkulega ofan í hornið á vagnsætinu. Það var eitthvað, sem angaði svo mikið úr hárinu á henni. Þar lét hann hana hírast. »Heldur þú að ég sleppi þér?« »Nei, nei — ég átti ekki við það. Hvaö sem þér sýnist máttu gera við mig eftir þrjár klukkustundir. Bara ef þú vilt vera svo góður«. Hún fór að gráta. »Þú skemmir þessi fínu smyrsl á and- litinu á þér«, mælti hann hranalega. Hún hætti. »Ef ég gæfi þér þrjár klukkusfcundir, þá mundi ég þurfa að líta eftir þér all- an tímann og það mundi eyðileggja allt spilið fyrir þér? Er ekki svo?« »Þú mátt hafa auga með mér ailan tímann. Ég skal vera þinn fangi, eí þú vilt gefa mér þessa þrjá tíma«. »Þú vilt fá frest til klukkan níu?« »Hálf tíu, ef þú vilt vera svo góður, í guðsbænum!« Ég hefi víst ekkert að gera hvort sem er í kvöld, nema að láta mér leiðast«, mælti hann hugsandi og eins og við sjálf- an sig. »Gott og vel, ég ætla að gefa þér þrjá klukkutíma, en þú verður alltaf að vera undir mínu eftirliti. Hvað ætlar þú svo að gera við síðustu mínúturnar?« »Klukkan níu þarf ég að koma í hús í Chesham Crescent og hitta — mann- eskju. Það er allt og sumt. Ég verð — ég má til að fá að sjá þessa manneskju klukkan níu í Chesham Crescent. Ég er

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.