Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 13
ÞEGAR HÆNUR GALA
107
hella upp á, vöru drepin snörp högg á
útidyrahurðina; beið komumaður þess
ekki, að til hurðar væri gengið, heldur
gekk rakleitt inn í ganginn leit inn um
stofudyrnar og sneri síðan til eldhúss.
Það var Bergur, sem kominn var. Hann
var alrakaður, klæddur kambgarnsfötum,
með stærðar-flibba og harðan hatt; bögg-
ul hafði hann undir hendinni. Hann gekk
beint að Þrúðu, þar sem hún stóð við vél-
ina, rak að henni rembingskoss og mælti:
»Blessuð og sæl«.
Þrúða varð hvimsa við og roðnaði svo
mikið, að Bergur varð alveg forviða.
Hún bar kaffið þegjandi inn á boroið;
þau settust og hrærðu í bollunum; hún
leit ekki upp.
»Hvernig líður Áka?«
»Hann er gallfrískur, strákurinn. Þeg-
ar eg gekk að heiman, var hann kominn
á nærfötunum út á svalir og var að
garga þar á grammófón. — Því ertu
annars alltaf að spyrja um þenna strák?«
Þrúðu varð ógreitt um svar.
»Eg var svo voðalega hrædd, — þú
skilur það, þegar eg segi þér það, -—- eg
trúi engum fyrir því nema þér«.
Og svo sagði hún honum hálfhikandi
og með hvíldum söguna um hrösun
Pöddu, dauða hennar og hugarkvöl sína
út af eggjunum; en hún sleppti því úr,
að hún hefði leitað frétta hjá sýsluskrif-
aranum og lækninum. Loksins sagði hún
líka frá því, að samvizkan hefði rekið
hana á fætur um miðja nótt.
Bergur drakk kaffið hægt og hlustaði
á söguna. Hann var alveg á báðum átt-
um, hvað hann ætti að halda, hvoi’t
Þrúða væri í rauninni svona ofurvið-
kvæm á samvizkunni eða hún væri að
fara í kringum hann. Það sigu nokkuð á
honum brúnirnar.
»Svo að þú áttir ekki beinlínis erindi
við mig í nótt?«
»Nei, ekki beinlínis, — en eg gat ekki
flúið til neins nema þín, — eg átti svo
bágt«.
Hann lauk úr bollanum. Svo tók hann
böggulinn, rakti utan af honum umbúð-
irnar og mælti með viðkvæmni í rödd-
inni:
»Eg var að tala alvörumál við þig um
daginn, þegar báturinn truflaði okkur.
Þú áttir eftir að svara mér þá. -—- Eg
kom hérna með hlut, sem eg hef haft
mikið fyrir að komast yfir. Það er sama.
hvernig á því stóð, að eg fór að kaupa
hann, en það er orðið langt síðan eg
komst að þeirri niðurstöðu, að hann
sómdi engri stúlku nema þér einni«.
Hann var dálítið skjálfhendur, á með-
an hann var að breiða úr dökkgrænu
silkisjali á legubekknum hennar.
»Segðu mér nú, Þrúða, hvort eg á að
vefja þetta sjal saman aftur og fara
heim með það, eða skilja það eftir hjá
þér«.
Þrúða greip andann á lofti. Hún leit
ýmist framan í Berg eða á sjalið. Sízt
var fyrir það að synja, að hann væri
myndarlegur maður, og hreinn var hann
á svip og drengilegur, þar sem hann stóð
og beið fullur eftirvæntingar eftir svari
hennar. En á bekknum lá sjalið ginnandi
fagurt, — fyrsti tryggðapanturinn, sem
að henni hafði verið réttur á æfinni.
Það glitraði á silkiþræðina í sólargeisl-
anum. Blóðið stökk fram í kinnarnar, og
þá kom röðin að henni að leggja hend-
urnar um hálsinn á honum og kyssa hann
langan koss.
Þrúða og Bergur giftu sig á fyrsta
vetrardag og um kvöldið flutti hann allt
sitt úr Pakkhúsinu upp í Byrgi.
Hjónabandið er í góðu lagi. Sérstak-
lega er Bergur mjög ánægður með sitt
hlutskifti, að þurfa ekki annað en vinna
14*