Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 29
DJÁSN OG DÝRINDIS KLÆÐI 123 vera hlýtt og notalegt. Og stöku maöur staldraöi viö og gaf henni eitthvaö. Hún virti hvern mann nákvæmlega fyrir sér og sagði þeim auðsjáanlega sína söguna hverjum. Gegnt tveimur stóreflis gildaskálum, þar sem umferðin var örust og leígu- vagnarnir voru stöðugt að koma og fara, staðnæmdist hún og horfði yfir strætið. Hún kom rakleitt jrfir, enda þótt hún vissi að klúbbþj ónarnir litu hana illu auga, og ávarpaði feitlaginn mann í hlýj- um yfirfrakka, sem var í þann veginn að fara inn. Á þrepunum framan við einn hinn frægasta klúbb í London stóö maður og horfði yfir strætið. Hann var fremur hár og herðibreiður og engum er sá hann, gat dulizt, að hann var vel í efnum. Hann hafði staðið þarna stundarkorn og vejrið að virða fyrir sér götulífið í London, alla umferðina, bíla-agann og leiguvagnana, fótgangandi fólk, lögregluna og konuna, sem betlaði. Honum varð sem snöggvast starsýnt á hrafnsvarta hárið, þetta drifhvíta andlit og ítra vöxt, þenna raunalega búning konunnar, sem betlaði, og hann veitti henni athygli rétt eins og hverju öðru einkennilegu fyrirbrigðí á strætum þess- arar miklu heimsborgar. Því að harm var gestur í London, ferðalangur, sem rétt aðeins um stundarsakir hafði gerzt meðlimur þessa virðulega, gamalfræga klúbbs, sem hann var nú staddur úti fyr- ir, þenna dimma og drungalega dag. Rétt í þessu veik einn þjónnin sér að honum og spurði hann, hvort þann þyrfti vagn, og neitaði hann því. Hann horfði enn þá á eftir konunni, sem betlaði, ems og annars hugar, þangað til hún sneri sér allt í einu við og kom aftur sömu leið í hægðum sínum. Hún horfði gætilega í kringum sig með löngunarsárum örvænt- ingarsvip og var auösjáanlega að leita að einhverjum, sem líklegur væri til að láta eitthvað af hendi rakna — og þá kom hún allt í einu auga á hann, þar sem hann stóð. »Nýlendumaður«, mælti hún við sjálfa sig, »sennilega ríkur«. Hún var því vön, að gizka á auga- bragði á efni manna og ástæður og haga orðum sínum eftir því. Maðurinn gekk nú af stað niður þrep- in, frjálsmannlegur í fasi eins og íþrótta- maður eða maður, sem vanur er stöðugri útiveru. Hann hélt á yfirhöfninni sinni á öðrum handleggnum og gekk í hægðum sínum inn á Carlton stræti. Konan greikkaði sporið og var eftir augnablik komin á hlið við hann og á- varpaði hann á þessa leið: »Herra minn, vilduð þér hjálpa mér um eitthvert lítilræði? — Það er afmæl- isdagurinn minn í dag«. Upp á þessu fann hún þá, veslingur- inn, að segja að það væri afmælisdagur- inn sinn! Á augabragði hratt hann öllum tnild- ari tilfinningum á bug og svaraði henni hranalega og mælti: »Farðu burt og láttu heiðarlegt fólk í friði«. En um leið og hann hreytti þessu út úr sér leit hann í kringum sig og mætti þá augnaráði hennar, hinu undarlegasta augnaráði, sem hann hafði séð á æfi sinni, er það leiftraði til hans undan hattbarðinu. Þessi kynlegi ljómi í aug- unum snart hann sem snöggvast og hann þreif í vasa sinn eftir mynt eins og í við- urkenningarskyni, því að augun voru í sannleika undrafögur. Fingurnir léku stundarkorn eins og ósjálfrátt við barm- inn á vestisvasanum, þar sem lausapen- ingarnir voru geymdir og hún horfði vonar- og bænaraugum á hann. En svo hikaði hann, hugsaði sig um og sneri á brott án þess að gefa henni nokkuð. 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.