Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 12
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þessari næturheimsókn. Hann tók hand- leggjunum um herðarnar á henni og þrýsti henni upp að sér, þótt hann fyndi kalt regnvatnið úr fötum hennar læsa sig í gegnum einfalda skyrtuna. »Hvað gengur að þér, elsku Þrúða? Veiztu það ekki, hvað mér þykir vænt um þig? Eg sagði þér alveg eins og var um daginn. Hvað er það, sem gengur að þér ?« »Ó, eg þori ekki að segja þér þaö núna«, snökti Þrúða; »eg gat ekki annað en far- ið til þín. Lofaðu mér því að segja eng- um lifandi manni frá því, — eg á svo óttalega bágt«. »Vertu nú róleg, — ekki að gráta«. Hann strauk lófanum um rennvotan vanga hennar. »Góði Bergur, segðu mér eitt. — Er hann Áki hættulega veikur? Heldurðu að hann deyi?« »Hvað segirðu? Hann Áki deyi? Hann er ekkert veikur, strákurinn«. »Þú segir þetta bara til að f'riða niig, — þú sem sóttir hann Gísla lækni. Segðu mér satt, heldurðu að hann deyi?« »Hvað gengur að þér, Þrúða? Hekl- urðu að hann Áki fari að deyja, þó að hann stingist á höfuðið ofan í fiskakös. — Þvi ertu annars að spyrja um strák- inn? Var ekki erindið við mig?« »Bergur — góði Bergur, eg get ckld sagt frá því, — eg átti svo bágt. Segðu mér satt í guðs bænum; hvernig veiktist hann Áki?« »Veiktist! Hann veiktist ekkert. Hann var að böðlast um á bryggjunni, þegar bátarnir ktíinu að í kvöld, og lét þá svona eins og strákar láta. Svo datt honum í hug að láta kettling synda í pækilstampi, fór að eltast við kettlinginn, en skrikaði fótur og stakkst á höfuðið út af bryggj- unni og lenti niður í fiskakös. Eg bar hann háorgandi inn til frúarinnar og hún þurfti auðvitað að láta sækja lækni til þess að rannsaka, hvort strákurinn væri ómeiddur. Þarna hefurðu alla söguna, — en því í ósköpunum ertu að spyrja að þessu?« »Má eg trúa því að þú segir mér sact, Bergur?« Hann var að því kominn að fyrtast og hreyta úr sér ónotum, en þegar hann fann hlýjan vangann á Þrúðu verma sig rétt í hjartastað, þá klökknaði hann aft- ur af viðkvæmni. »Eg gæti aldrei sagt þér ósatt, Þrúða, það' veiztu líka sjálf; þú skalt aldrei reyna annað en sannsögli af mér, og til mín máttu koma með allt, hvað sem það er«. »Þakka þér fyrir; nú er eg rólegri, og get farið aftur heim að sofa. — Eg get ekki sagt þér þetta núna, en komdu til mín í fyrramálið og segðu mér, hvernig Áka líður. Viltu lofa því að láta það ekki bregðast ?« »Já, góða bezta, eg skal koma, — a'iveg sjálfsagt. Nú fylgi eg þér heim«. »Nei, nei, það getur einhver séð okkur, en komdu í fyrramálið«. Hún stóð hægt á fætur, lagaði á sér rennvot fötin og rétti Bergi hendina. Hann sagðí ekki neitt, en sleppti ekki hendinni og leiddi hana út í dyrnar. Þar skildu þau þegjandi og hann horfði á eftir henni, þangað til hún hvarf út í dimmuna. »Guð blessi hana«, tautaði hann, »en það má mikið vera, ef þetta var ekki uppgerðar-erindi«. Svo fór hann aftur inn í ból sitt. III. Þrúða svaf sæmilega það sem eftir var nætur, vaknaði nokkru seinna en vant var og var þá bærilega hress. Hún brá sér í morgunkjól og fór að hita á könn- unni í eldhúsinu. Rétt þegar hún var að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.