Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 21
PRESTSKOSNINGIN í EHRENWOLMSÞORPI 115 æskuáranna, sem Iiann haföi lifaö meö vini sínurn, aöstoöarprestinum. Svo helc hann áfram en brosti stööugt. »Ef þér viljið vita eitthvað nánar um skaphöfn vinar míns, Hegewalds, þá get ég sagt yður það fyrir fram, að ég hlýt að dæma mann, sem er mér svo nákominn, meö mesta umburðarlyndi. Eg tek málstað Hegewalds eins og minn eiginn. En það get ég sagt yður, að hann er maður, sem eitthvaö er í spunnið. En »allir hafa syndgað og skortir guðs dýrð«. Þér vitið, að þaö gildir einnig um hann. En guð er voldugur í hinum veiku! Viriur minn Hegewald hefur góðan vilja, hann ann starfi sínu, er fulíur áhuga og mun bera umhyggju fyrir þeim söfnuði, sem guð hefur trúað honum fyrir. Guðsótti hans og trú eru byggð á bjargi. Hann agar sig og berst gegn syndinni, sem er rík í honum. Allt um það er hann enginn aum- ingi. Hann telur ekki rétt, að við göng- um grátandi með höfuðin niður á bringu, af því að þetta líf sé undirbúningur und- ir betra líf í öðrum heimi — nei! Guð hefur veitt mönnunum gjafir sínar til þess, að þeir geti glaðzt við þær. Hege- wald þykir gott í staupinu alveg eins og mér, en aldrei munuð þér sjá að hann drekki meir, en hann getur þolað — en ekki vil ég neita því, að það sé all-mikið. Eg og vinur minn þolum álíka mikið. Hvor sé öðrum fremri í því, hefur skki komið í ljós. Og ennþá eitt til að full- komna mynd vinar míns: Þér þekkið orð Luthers: Prestur á að vera óaðfinnan- legur einnar konu maður! Svona hugsar Hegewald líka. Þess vegna hefur hann líka valið sér konuefni — og hvers kon- ar? — stelpu? — nei! Eftir hálfan mán- uð verður brúðkaupið haldið«. Nú stóð maðurinn á fætur. Hann virtist ekki geta setið lengur. »Já, eftir hálfan mánuð, góði minn«. Svo greip hann ölkrúsina. Það voru aðeins litlar dreggjar eftir í henni. Hann horfði með aðdáun á þessa litlu leif og hvolfdi henni í sig. »Þetta er nú nóg í kvöld! Jæja, vinur, nú hef ég víst svalað forvitni þinni. Eitt enn mun yður þó þykja gaman að vita: Hegewald á gamla móður og gamla konan er hreyk- in af honum. Hún á enga heitari ósk en að lifa það, aö hann verði sjálfstæður prestur. Góða nótt og í guðs friði!« Pappa-Anton var orðinn sætkenndur, þegar maðurinn fór, og það var ekki laust við, að hann yrði það betur seinna. um kvöldið. En morguninn eftir hélt hann heim. I Ehrenwolmsþorpi Iét hann ekki lítið yfir því, hversu kænlega hann hefði lokið erindi sínu. Hann gat sagt öll ósköp um Hegewald. Hann væri mest elskaði og virti maðurinn í Nickelsgriin. Allir, sem hann hefði talað við, ungir og gamlir, stórir og smáir, menn og konur, hefðu ekki getað lofað hann nógsamlega. Pappa-Anton kvað niður allan róg með frásögu sinni. Friedler og hans hyski varð að þegja. Hegewald var lcosinn prestur í Ehrenwolmsþorpi með miklum meiri hluta. Sex vikum síðar átti nýi presturinn að taka við embætti. Sóknarnefndin, elztu menn safnaðarins, allskonar félög, skólar og æskulýður komu með söng og hljóðfæraslætti til að taka á móti nýja prestinum. Pappa-Anton gekk í broddi fylkingar með hátíðanefndinni. í dag var hann mikilsverð persóna, því að hann hafði útvegað söfnuðinum nýja prestinn. Það var líka merkisdagur í lífi hans. En innst inni fann hann til samvizkubits. Ef nýi presturinn væri nú allt öðruvísi en hann hefði lýst honum, ef hann reyndist nú illa — myndi þá ekki allri sökinni skellt á hann? Hann hafði aðeins vitnis- burð eins manns, og sá hefði heldur ekki verið alveg ófullur. Ef þessi maður, sem hann meir að segja vissi ekki, hvað hét, 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.