Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR honum vera ljúft að takast þetta á hendur. Þegar í stað var sent bréf til Pappa- Antons, og varð ritari nefndarinnar að semja það. í því var fjárkaupmanninum falið á hendur að fara tafarlaust til Nickelsgrtin og spyrjast fyrir um aðstoð- arprestinn þar. En af varkárni var því bætt við bréfið, að um fram allt skyldi hann ekki láta á því bera, hvert erindi hans væri. Anton komst í býsna-mikil vandræði, þegar hann fékk þetta bréf að heiman. Hann klóraði sér bak við eyrun. Hann treysti sér til að útvega svín og kaupa fé, svo að menn væru ánægðir með það, en að útvega prest... Hann hugsaði málið og ákvað svo loks að takast það á hendur. Hann kom að kvöldlagi í vondu veðri til Nickelsgrun. Þorpið var ekkert nema lengdin, og húsin og búgarðarnir dreifö- ir um dalverpi. Nú voru góð ráð dýr. Hvað átti hann nú að gera hér. Fara inn í fyrsta húsið og spyrja, hverskonar maö- ur aðstoðarpresturinn hérna væri? Fólk- ið mundi víst stara fallega á hann. Auk þess var hann bundinn þagnarskvldu, hann mátti ekki láta á neinu bera. Þettá var erfitt. Hann horfði á húsin og hús- garðana. Einkum varð honum afarstar- sýnt á gripahúsin. Hverskonar skepnur skyldu nú vera þar? Hann gat enganveg- inn gleymt lífsstarfi sínu, allt um þetta embættiserindi, sem honum nú hafði ver- ið falið. Ef hann hefði nú bara átt að kaupa uxa? Hann hefði heldur viljað út- vega alikálf, þó að það væri reyndar enginn gróðavegur. Þannig rölti Anton í hellirigningu í gegnum þetta langa þorp, heilsaði þeim fáu, sem hann mætti og var heilsað aft- ur. Þá bað hann mann að gefa sér eld í pípuna sína og spurðist svo til vegar, svo að hann gæti fengið ástæðu til að tala við hann. Sá, sem hann spurði, gerði spurningu hans lítil skil og hrað|ði sér sem mest hann mátti inn í hús undan rigningunni. Alltaf versnaði skap fjár- kaupmannsins. Á þennan hátt komst hann ekki að neinu. Hann ákvað að fara inn í gistihús. Þar hlaut hann að hitta einhvern. Við glasið fengu líka margir liðugra tungutak. Það var enginn fjár- hagshnekkir fyrir hann, þó að hann byði einhverjum glas til þess að gera hann skrafhreifari. Söfnuðurinn borgaði. Það voru mörg veitingahús í þorpinu. Anton gekk inn í það stærsta, reisulega. ferhyrnda byggingu með mörgum glugg- um. Það hefði engin borg þurft að skammast sín fyrir slíkt veitingahús. Hann i'ór inn í betra herbergið. Þetta em- bættiserindi hans — sem í raun réttri fyllti hann þótta — krafðist þess, eða það fannst honum að minnsta kosti, að hann kæmi fram sem heldri maður. Þess- vegna bað hann um eitt glas af bajersku öli, þó að hann væri ekki vanur að biðja um svo sterka tegund á verzlunarferöum sínum. Svo spurðist hann fyrir, hvers- konar mat væri hægt að fá. Hann vildi gjarna fá heitan mat. Stúlkan tók við pöntun hans með tortryggnissvip. Þessi litli, ljóti maður með úfið skegg og ó- hrein föt gekk ekki í augun á henni. Hún hugsaði víst, að í raun réttri hefði þessi dóni átt að fá sér sæti í stærri stofunni. Anton reyndi að koma sér í mjúkinn hjá þessari stúlku, sem hann hélt að væri þjónustustúlka. En þar skjöplaðist hon- um. Hún lét hann skilja, að hún væri heimasætan þar í húsinu, og hún fengist um hann af einskærri greiðvikni. Anton bað stúlkuna fyrirgefningar. Hann leit nú öðrum augum á hana. Hún var há stúlka, Ijóshærð, fríð í andliti, dökk- klædd, með uppsett hár eins og frú. Fjár- kaupmanninum leizt því betur á stúlk- una, sem hann horfði meir á hana. Þeirri hugsun skaut upp hjá honum, að hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.