Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 14
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sín störf og láta eins hirtna konu og Þrúðu annast allt annað. Hann er henni ]íka þakklátur og hefur ekkert út á hana að setja. Það verður ekki heldur annað sagt en að Þrúða sé ánægð með manninn. Við nánari viðkynningu hefur hún uppgötv- að ýmsa áður dulda kosti í fari hans, og það er fátt, sem hún hefur út á hann að setja. Raunar eru tærnar á honum víxlaðar af gamalli skókreppu, og svo er hann nokkuð loðinn í bak og brjóst, en henni finnst alveg ástæðulaust að setja slíkt fyrir sig, því að hún hefur fengið margar og ótvíræðar sannanir fyrir því að hann elski hana. Flestir fullorðnir menn eiga einhverja minningu um unnið afrek, sem þeir eru upp meö sér af, og þessi minning fyllir sál þeirra gleði og hreykni, þegar þeir setja sér hana fyrir hugskotssjónir. Bergi er sú minningin ljúfust, þegar Þrúða kom til hans í Pakkhúsið um miðja nótt, örvílnuö af ást, en gerði sér af kvenlegri blygðunarsemi allt annað er- indi, — því aö hann getur satt að segja aldrei fellt sig við það að taka söguna um Pöddu og eitruðu eggin trúanlega, þrátt fyrir allar fullyrðingar Þrúðu. Þótt Bergur sé að jafnaði árrjsuil og vinnugefinn maður, þá þykir honum ósköp notalegt að liggja í rúminu fram eftir morgninum, þegar ekkert kallar að. Hann gerir það líka vanalega á sunnu- dögum og reynir að halda Þrúðu niðri undir hjá sér, þangað til kaffilöngun hennar verður öllum öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá klappar hann henni stundum blíðlega um handleggi og brjóst, brosir og segir: »Manstu eftir þvi, Þrúða, þegar þú komst til mín um miðja nótt ofan í Pakk- húsið íorðum? Þá varstu nú ekki burð- ug, heillin. »Minnstu ekki á það«, svarar hún og slettir í góminn; »eg hefði ekki veriö að stökkva ofan eftir til þín, ef þessi bann- sett ónáttúra hefði ekki hlaupið í hænu- skömmina«. »Svo þú heldur það. — Nei, kerli mín, eg er nú eldri en tvævetur og trúi ekki þessari hænusögu þínni meira en svona rétt í meðallagi«. Þrúða getur að vísu unnað Bergi þeirrar vitundar, að hún hafi borið ást- arhug til hans, þegar hún heimsótti hann um nóttina, en sannleikans vegna mald- ar hún samt alltaf í móinn: »Jæja, góði, en hvernig getur nokkur lifandi maður látið sér standa á sama, þegar hænur gala?« Endir. Prestskosningin í Ehrenwolmsþorpi. Eftir Wilhelm von Polenz. Það var prestslaust í EhrenwoImsþorpi. Riehle, gamli presturinn, hafði fengið slag og dáið. En nú þurfti að kjósa nýj- an prest í hans stað. Þrjár reynslupré- dikanir höfðu verið haldnar, en kirkju- feðuimir höfðu ekki enn ákveðið, hverjir skyldu hreppa hnossið. Þetta var ekkert smámál! Það gat engum í söfnuðinum staðið á sama um, hvers-konar maður það væri, sem framvegis ætti að sjá um andlega velferð þorpsbúa. Það gat ekki skipt neinn sann-kristinn mann litlu,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.