Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 50
144
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Munaðarlausa stilkan.
Þjóðsaga, færð í letur af Baldvin Jónatanssyni.
Niðurl.
Líður nú að hausti og tekur Jón sýslu-
mannsefni við embætti sínu. Þá er það
einn sunnudag, er sýslumaður gengur í
kirkju, en Guðrún er heima, að prestur
lýsir til hjónabands í fyrsta sinni með
honum og Guðrúnu. Furðar alla á því,
en þó mest hana sjálfa, því að ekki hafði
verið leitað hennar samþykkis. Nokkru
eftir að komið er úr kirkjunni, segir
sýslumaður Guðrúnu að prestur hafi lýst
með þeim, en þá hafði hún frétt það áð-
ur og svarar því, að hægt sé þá að af-
lýsa næsta sunnudag. Þykir sýslumanni
óbljúgara skap hennar við þessa frétt
en hann hafði búizt við, og bíður þess
með óþreyju, hvernig hún snúi sér í mál-
inu. Næsta sunnudag ætlar prestur að
messa á annexíu sinni. Biður Guðrún
þess að mega fara með honum og er
engin fyrirstaða á því. Þegar sýslumaður
veit um það, þá býðst hann og að ríða
með presti til kirkjunnar. En þegar hami
ætlar að taka silfursvipu sína, þá finnur
hann hana hvergi. Verður hann síðbú-
inn og fer af stað nokkru síðar en þau
prestur og Guðrún. Þegar hann nær
þeim, verður hann þess var, að Guðrún
hefur svipuna, en lætur þó kyrrt vera
og talar eigi um það. Fer allt fram við
tíðagjörðina um daginn svo sem venju-
legt er, en að henni endaðri lýsir prest,-
ur til hjónabands í öðru sinni með þeim
Guðrúnu og sýslumanni. Lætur Guðrún
eigi hreyfa neinum mótmælum og verð-
ur sýslumaður því fegnari en frá verði
sagt. Eftir það ríða þau heirn frá kirkj-
unni öll samt.
Um kvöldið þarf Guðrún að búa upp
rúm sýslumanns að vanda. Er hann þá
í stofunni, en talar eigi orð og er í
þungum hugsunum. Þegar Guðrún er bú-
in að búa upp rúmið, skreppur hún út
og kemur aftur inn með svipu sýslu-
manns og fær honurn hana með þeinx
ummælum, að hún hafi eigi ætlað sér
að ræna hann svipunni, heldur gera hon-
um líkan grikk og hann hafi gert sér.
»En ef þú vilt gefa mér þessa svipu«,.
segir hún, og segja mér, hvar þú hefir
fengið hana, þá mun ég eigi ónýta ráða-
gerð þína, þótt ég væri eigi að spurð«.
Þá setur sýslumaður hana á kné sér og
biður hana afsökunar á tiltektum sín-
um, en segir að svipan sé þaðan í frá
réttmæt eign hennar; sé það vel, að hún
komist nú aftur í ætt þá, sem hún hafi
fylgt, áður en hún kom í eigu föður hans.
Síðan segir hann henni, að svipuna hafi
faðir hans fengið hjá föður hennar fyrir
mörgum árum, er hún hafi verið barn,
en móðir hennar hafi átt hana; hafi fað-
ir hans tekið hana upp í mikla skuld,
sem hann hafi átt hjá föður hennar og
gefið honum allmikla björg að auki, því
að faðir hans hafi verið ríkur, en haft,
ágirnd á svipunni. Hann segir ennfrem-
ur, að faðir hans hafi gefið sér svipuna,
en beðið sig að láta hana aldrei af hendi
við nokkurn mann annan en hana, því
að svipan hafi verið ættargripur og ætíð
fylgt nafni, svo að ef hún gengi úr sinni
ætt, þá vildi hann að enginn annar nyti
hennar.
Nokkru síðar var haldið brúðkáup
þeirra.
Um vorið flutti sýslumaður á eitt höf-
uðból sýslunnar og reisti þar bú með
konu sinni. Urðu samfarir þeirra hinar
beztu, og lifðu bæði til hárrar elli.
Lýkur svo sögu litlu, munaðarlausu
stúlkunnar.