Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 45
FÖRUMAÐUR 139 flutningur hvers orðs virtist kosta hann mikla áreynslu. Ég rétti honum hendina, hann hikaði, en rétti þó sína fram, hún var þunn og köld, en handtakið var einlægt, þó það væri hikandi; ég benti honum á stólinn við eldinn og hann brosti, og ég tók eftir að brosið fór honum vel. Þegar hann var setztur, setti hann hendur og fætur fram að eldinum, brosti til mín og sagði: »Kaldur maður! Góður eldur!« Ég gat ekki gert mér neina ákveðna hugmynd um hverrar þjóðar gesturinn væri. Að hann væri af fjarlægum lönd- um kominn, þóttist ég viss um! en fyrst um sinn vildi ég ekki spyrja um hagi hans. Ég sá að honum mundi meiri þörf á einhverri hressingu; að henni þeginni, þótti mér ekki ólíklegt að hann kynni að segja mér af ferðum sínum. Innan lítillar stundar hafði ég hitað fulla könnu af sterku tei. Brauð og reykt kjöt og egg var hversdagsmatur okkar landnemanna. Þetta bar ég á borð fyrir gestinn og hann gerði því öllu góð skil, en á hæverskan hátt. Þegar hann var mettur, rétti ég honum tóbaksílátið. Þá brosti hann og horfði á mig hinum djúpu dökku augum. Svo stakk hann hendinni í barm sinn og dró út ofurlitla bók — á stærð við minnstu tegund vasabóka — opnaði hana og tók úr henni eitt blað af bréfvindlingapappír; á það raðaði hann tóbakinu og með fimum og margæfðum fingrum vafði hann saman pappírsblaðið og tóbakið, unz það var orðið að snotr- asta bréfvindlingi, kveikti í honum og dró að sér langan reykjarteyg, kyngdi honum fyrst, en blés honum síðar út um nefið! Ég yrti ekki á hann, lét hann reykja eins og hann lysti. Hann reykti þrjá vindlinga. Þegar hann kastaði síðasta stúfnum í eldstæðið, rétti hann úr sér, brosti og sagði: »Hér gott að vera, ég kominn langt að, ég Pólverji, Pólland til Ameríku, — þrjú ár. Leita að Pólverjum, þeir hér?« Um leið og hann sagði sein- ustu orðin, gerði hann hringsveiflu rneð hendi, sem átti að tákna hvort nokkrir Pólverjar byggju í grenndinni. Þegar ég sagði honum að flokkur Pólverja byggi um 6 til 8 mílur lengra til suðausturs, brosti hann og sagði: »Það mitt fólk! Gott fólk! Ég þangað á morgun!« Við sátum uppi langt fram á kveidið; gesturinn sagði mér sögu sína; honum gekk það seinlega, því hann hafði lítið vald á enskri tungu. En hann var íðinn að leita uppi þau orð er hann kunni, og tókst að nota þau þannig, að ég fékk skýra mynd af þvi er á daga hans hafði drifið; fer frásögn hans hér á eftir, þó ekki sé hún sögð með hans eigin fram- setningu: Hann var ættaöur úr þeim hluta Pól- lands, sem um langt skeið fyrir ófriðinn mikla tilheyrði Rússum. Þegar hann hafði aldur til, varð hann að ynna af höndum herþjónustu í rúss- neska hernum. Lögum samkvæmt átti hann ekki að gegna herþjónustu nerna vissan tíma, en Rússar kunnu ótal ráð til að lengja dvölina, og þegar gesturinn var búinn að þjóna í fjögur ár, var hann ekki nær því að sleppa heldur en þegar hann byrjaði herþjónustuna. Aðbúnaður allur var hinn versti, að vísu mæltu lög- in svo fyrir, að viðunandi var, en þeim var af yfirmönnum þeirrar setuliðsdeild- ar er gesturinn hafði tilheyrt, aldrei fylgt. Matvæli, rúmteppi, skófatnaður og einkennisbúningur varð allt verzlunar- vara í höndum fyrirliða og annara em- bættismanna keisarastjórnarinnar, og sem hermennirnir urðu að borga fyrir, eftir efnum og ástæðum, eða að sæta 18*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.