Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 24
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Fnjóskdeela saga. Eftir Sigurð Bjarnason frá Snæbjarnarstöðum. 56. Frá Eiríki á Steinkirkju og Bessa í Skógum. Þess er áður getið í sögu þessari, að Eiríkur á Steinkirkju var einhver mesti krafta- og röskleikamaður í Fnjóskadal. Svo stóð á einn vetur, rétt fyrir eða um aldamótin 1800, að presturinn á Hálsi, — líklega séra Gunnlaugur, — þurfti að senda mann vestur að Hólum í Hjaltadal með peninga og eitthvað fleira. í þann tíma fór ekki sem bezt orö af skólasveinum á Hólum; þóttu þeir glens- miklir og hrekkjóttir við gesti þá, er aö garði bar, einkum ef það voru vesal- menni. Voru þeir vanir að bjóða mönn- um í glímu, og þótti því mjög undir því komið, að það væru ungir og röskir menn, sem sendir voru þangað erinda. Prestur fékk þá Eirík á Steinkirkju til fararinnar; treysti hann honum bezt sinna sóknarmanna, því að hann var bæði einuröargóður og sæmilega glím- inn. Ekki brást Eiríkur trausti prests, því að haft var eftir skólasveinum á Hólum, að Fnjóskdælingur þessi hefði verið röskvastur allra þeirra manna, som komið hefðu á staðinn á þeim vetri. Bessi sonur Eiríks var fæddur 27. dag febrúarmán. 1804. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, var þegar á unga aldri stór og sterkur og hinn mesti víkingur til vinnu. Þegar hann var fulltíða mað- ur, vildi hann staðfesta ráð sitt og fá sér bújörð. Kvæntist hann konu þeirri, er Margrét hét; var hún bæði sköruleg og myndarleg og manni sínum samhent í dugnaði og fyrirhyggju. Bessa lék hug- ur á að fá Steinkirkju til ábúðar, því að faðir hans var aldraður orðinn og vildi hyggja af búsýslu. En Eiríkur átti ann- an son, sem Guðlaugur hét og langaði sömuleiðis til að búa á Steinkirkju. Varð þetta að káppsmáli á milli bræðranna, en loks kom þeim saman um að láta gamla manninn ráða því, hvor þeirra fengi jörðina. Eiríkur gamli lagði þann úrskurð á málið, að Guðlaugur skyldi búa eftir sig á Steinkirkju, en Bessi skyldi leita sér jarðnæðis annarstaðar; taldi hann óráðlegt, að þeir bræður byggju í tvíbýli saman, því að þeir væru báðir svo stórhuga, að það mundi aldrei blessast. Bessi þóttist bera skarðan hlut frá borði, því að hann var eldri en Guð- laugur, en það er gömul landsvenja, að eldri sonurinn sæti fyrir óðalinu. Fóir hann þá til Bjarnar í Lundi og bað hann að útvega sér jarðnæði einhverstaðar í dalnum, en annarstaðar vildi hann ekki búa. Björn tók vel erindi Bessa og vildi gjarna greiða fyrir því, enda var hann vinur Steinkirkjufólks og hafði mætur á Bessa fyrir karlmennsku hans og aðra mannkosti. Svo stóð á um þetta skeið, að engin jörð var laus í dalnum; leitaðí hann fyrir sér, en enginn vildi standa upp fyrir Bessa. Þá tók Björn þa,ð ráð, að bjóða honum þriðjung af Lundi og búa þar í tvíbýli við sig, þangað til ein- hver jörð losnaði í dalnum. Tók Bessi boði þessu fegins hendi, og flutti að Lundi og bjó þar í tvö ár; Þá losnuðu Skógar, svo að hann gat fengið þá jörð, og þar bjó hann til dauðadags. — Guð- laugi á Steinkirkju þótti það mjög leitt, að bróðir hans skyldi vera óánægður og langaði til að bæta eitthvað úr því. Gaf hann honum fallegan og duglegan hest,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.