Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 19
PRESTSKOSNINGIN í EHRENWOLMSÞORPI
113
gæti komizt eftir einhverju hjá þessari
stúlku. Nú ákvað hann að fara kænlega
að og fara krókaleið til þess að komast
að sannleikanum. Honum datt ekki til
hugar að spyrja strax um aðstoðarprest-
inn, nei, guð sé oss næstur! Þannig ætl-
aði hann ekki að fleipra því strax út úr
sér. Fyrst talaði hann um akuryrkjuna,
spurði um brauð- og smjörverð, um félög
í þorpinu, skemmtanir, dans og annað
slíkt. Einnig spurði hann um veitinga-
húsið og fékk vitneskju um, að faðir
stúlkunnar átti einnig búgarð með tíu
kúm og fjórum hestum. Þegar Anton
hafði talað um síðustu svínaslátrun, tók
hann í sig kjark og tók nú að tala um
aðstoðarpréstinn. Hann deplaði nú aug-
anu blíðlega til ungfrúarinnar og spurði
svo á beztu háþýzku, sem hann kunni:
»Þekkið þér Hegewald aðstoðarprest?«
Stúlkan reis á fætur, rjóð út undir eyru,
og greip saumadót sitt með sér. Anton
flýtti sér að bæta við: »Eg er nefnilega
ókunnugur hér í þorpinu og þá spyr
maöur um einn sem annan«. Hún gekk
út úr herberginu, án þess að virða hann
svars.
Anton var ráðalaus. Hvað var eigin-
lega að stúlkunni? Honum virtist hann
hafa komið málinu svo kænlega fyrir.
Af einhverju hafði henni þótt við hann.
Hann varð að bæta fyrir það. Hann á-
kvað með sjálfum sér að panta hálfa
flösku af víni og hrópaði því: »Þjónn«!
En nú kom stúlkan ekki, heldiir unglings-
piltur. Anton tók að íhuga, hvort hann
ætti ekki að fara fram í fremri stofuna.
Þar var fólk. Hann heyrði hlátur og klið.
Þar gat hann ef til vill hafið á ný njósu-
arstörf sín og náð meira árangri. Þá
opnuðust dyr á hinum enda herbergisins,
og maður kom inn.
Gesturinn nýi bauð gott kvöld og kvað
vera illt veður úti. Og eins og til að rök-
styðja þessa fullyrðingu, lét hann regnið
af hattbarðinu drjúpa niður á gólfið.
Undan frakkanum skein í hástígvél ein
mikil. Maðurinn hafði stungið buxunum
niður í stígvélin. Þegar hann hafði farið
úr frakkanum og hengt hann upp, spíg-
sporaði hann um gólfið og neri saman
höndunum. Anton horfði ánægjulegur á
gestinn. Hið blómlega andlit hans, líkam-
inn stór og sterklegur, vakti traust hans
þegar í stað. Það var auðvitað að þessi
hafði krafta í kögglum, hverrar stéttar
sem hann svo var. Eftir hegðun hans að
dæma virtist hann 'vera kunnugur hér.
Hann kallaði gegnum dyrnar, sem stóðu
í hálfa gátt: »Minna«. Kom heimasætan
þá í ljós. Anton hlustaði nákvæmlega á
samtal þeirra, sem var næsta Iágt. Iiann
gat þó skilið, að gesturinn pantaði kvöld-
verð, og svo hvarf stúlkan. Eitt glas af
bajersku öli var komið með handa gest-
inum, og drakk hann úr því hálfu í ein-
um teyg. Maðurinn sagði, að bleytan hið
ytra krefðist bleytu hið innra. Anton
samsinnti því. Honum féll gesturinn vel í
geð. Hann var alveg eins og fólk er flest.
»Hann lítur ekki þannig út, að hann
muni neita aö segja mér það, sem ég
spyr hann um«, hugsaði fjárkaupmaður-
inn með sjálfum sér. Maðurinn spurði,
hvort sér leyfðist að setjast við borðið,
sem búið væri að leggja á. Hann ætlaði
líka að fá heitan mat, bætti hann við til
skýringar. Anton var því skiljanlega
ekki mótfallinn. Nú sátu þeir hvor and-
spænis öðrum og tóku nú tal saman.
Samtalið gekk greiðlega. Hann var, eins
og Anton hafði búizt við, úr þorpinu.
Hygginn maður hlaut hann að vera, það
var auöheyrt á öllu, sem hann sagði.
Auk þess virtist hann ekki vera bóndi,
eftir höndunum að dæma. Hann gerði
bjórnum góð skil, það var óhætt um þaö!
Anton var alveg steinhissa á því, hvern-
ig þessi maður hélt glasinu upp að Ijós-
15