Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1933, Blaðsíða 9
ÞEGAR HÆNUR GALA 103 athlægi, heldur varð hún að skjóta þessu að eins og einhverju aukaatriði, sem ekki varðaði miklu. Hún komst að þeirri nið- urstöðu, að heppilegast væri að snúa sér til Friðgeirs sýsluskrifara. Hann var tal- inn fróður maður og vel að sér, og þótt hann ætti það til að vera gamansamur, þá gat hún ekki öðru trúað en að hann segði henni satt. Það lá svo beint við að gera sér það til erindis að leggja inn í sparisjóðinn og láta svo hitt berast í tal. — Og eftir svefnlitla nótt fór hún með sparisjóðsbókina og finmitíukróna seðil upp á sýsluskrifstofu á laugardagsmorg- uninn. Friðgeir sýsluskrifari var tannlaus piparsveinn, heldur lítill vexti, með sköll- ótt höfuð og gleraugu á nefinu. Nokkra kæki hafði hann 1 fari sínu, svo að gár- ungarnir hentu gaman að, t. d. var það siður hans, þegar hann hafði lokið við að skrifa eitthvað, þá hleypti hann brúnum, stakk pennastönginni í munn sér, greip þerriblaðið og þerraði skriftina báðum höndum vel og vandlega. — En Friðgeir gat manna bezt tekið gamni og hlegið að öðrum, ef því var að skifta, og hann gerði það oftar en marga grunaði. Þegar Þrúða kom inn, sat Friðgeir þegjandi á stólnum og dró ýsur. Hún bauð honum góðan dag og rétti honum bókina. »Peningar enn«. Hann lagaði gleraugun á nefinu, rýndi í bókina og ritaði upphæðina inn hægt og vendilega. Svo stakk hann stönginni upp í sig og fór að þerra. Þrúðu vafðist tunga um tönn og ætlaði varla að geta stunið upp erindinu. »Þegar hænur gala,--------er það ekki voðaleg ónáttúra?« Spurningin kom svo flatt upp á Frið- geir, að hann missti pennastöngina út úr sér og ranghvólfdi augunum. »Hænur gala? — Því dettur þér það í hug?« »Kemur það ekki stundum fyrir?« Friðgeir hleypti brúnum og horfði út í gluggann, en svo leit hann beirtt framan í Þrúðu, sem beið svarsins föl og áhyggjufull á svip. Hann var ískyggilega alvarlegur í bragði«. »Hefurðu heyrt hænu gala?« »Já, — og er það ekki eitthvað voða- legt ?« Friðgeir vipraði munninn og dæsti við; honum virtist vera mikið niðri fyrir og Þrúða stóð á öndinni. »Svo sagði mér fóstra mín«, mæiti hann, »að þegar hænur lentu í tæri við gamla fressketti, þá tækju þær upp á því að gala og þá væri annað en gaman á ferðum«. »En eggin þeirra?« »Eggin?« »Já, eru þau eitruð?« Friðgeir laut höfði, horfði ofan við gleraugun hvasst á Þrúðu og svaraði stuttlega: »Auðvitað, — baneitruð«. Hann lagði aftur sparisjóðsbókina og rétti Þrúðu hana. Hún kvaddi og lét hurðina hægt aftur á eftir sér. tíann hallaði sér aftur á bak í stólnum, skríkti við og strauk skallann. »Ekki nema það þó; — hænurnar hennar Þrúðu farnar að gala!« En Þrúðu var ekki hlátur í hug. Nið- urlút og stúrin rölti hún heirn til sín og gat lengi vel ekki lagt hönd að nokkru verki. Var óhætt að trúa Friðgeiri skrif- ara? Sjálf hafði hún aldrei reynt hann að skreytni, en hún hafði stundum heýrt talað um það, að hann væri nokkuð glett- inn, þegar sá gállinn væri á honum. Samt hafði hann vitnað í fóstru sína, og þetta um fresskettina var næsta íhugunarvert. Þarna var hosótta fressið hennar Tobbu í Barði iðulega að lámast í kringum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.