Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 7
GULL- OG GIMSTELNAB/EIE AFRÍKU 101 Þokunni skellir saman aftur, og sultur- Inn verður hávær. Svo þrammar hann ofan Dalinn, veður ár og læki beint af augum og kemur ofan að Mýri rétt eftir mjaltir. Nonni litli er að koma frá því að reka ærnar. Þeir mætast á miðju hlaðinu. »Sæll«. »Sæll«. »Heyrru hrói’ mitt. É’ ætl’ a’ bija þi’ a’ skila til ’enna mömmu þinna’ a’ é’ bij’ um a’ gefa mér a’ drekka. Mér e’ so sem sama hvott þa’ e’ harrur fiskur e’a baun- ir«. — o....>~ :.ras©4-es=r--:- -( t Sophie Petersen: Gull- og gimsteinabæir Suður-Afríku. Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi. Höfundur greinar þessarar, magister Sóphie Þetersen er danskur jarðfræðingur. Hefur hún ferðast víða um heim, allt frá suðurodda Afríku til Grænlandsstvanda. Um ferðir sínar hefur liún ritað ótal greina og flutt fjölda fyrirletra, enda er hún vinsæl hæ'ði sem rithöfundur og fyrirlesari. Grein sú, sem hér er prentuð, birt- ist í janúar s. 1. í »Naturens Verden«. Hef ég stytt hana lítið eitt í þýðingunni. Það er einkenni á Jóhannesarborg í Transvaal, að það virðist sem tal allra manna snúist einungis um gull og hluta- bréf. Allir taka þar þátt í einhverskonar fjárgróðabralli, og allir fylgjast fullir á- huga með því, sem gerist í kauphöllinni. Ókunnur maður, sem gengur fyrri hluta dags fram hjá kauphöllinni í Jóhannes- arborg' gæti hugsað að þar heföi orðið alvarlegt slys, ef dæma mætti eftir mann- grúanum, sem þar er samankominn, en þetta er daglegur viðburður, sem eldti vekur undur heimamanna. Jóhannesarborg er ólík öllum öðrum bæjum í Suður-Afríku. Þeir eru allir með lágum húsum, sem oft eru klædd báru- járni og breiðum, trjásettum götum. Hér ef aftur á móti bær með Ámeríkusniði, með skýjakljúfum, ljósaauglýsingum, sporvögnum og ótali þjótandi bifreið’a. Bærinn hefur vaxið stórkostlega síðustu fimni árin, og með jafn öýúm vexti mun ekki líða á löngu að hann verði miljóna- borg. í svipinn er hann auðugasti bær heimsins, og hann er reistur á gulli í orðsins fyllstu merkingu. íbúarnir virð- ast vel efnum búnir, og fáir munu þeir bæir hér í heimi, sem eru jafn bílaauð- ugir. Jóhannesarborg er aðeins 48 ára göm- ul. Hún er stofnuð 1886, en var þá að- eins gu 11 grafaraþorp, sem reist yar í suð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.