Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 17
ÆFINTtRI ÚR ÍSHAFINU 111 þungur til þess að þeir gætu borið hann gegnum snjóinn. — Lyftið honum upp á sleðann, skip- aði Ranworth. Þú, Guy, verður að styðja hann, svo að hann detti ekki af. Við get- um dregið hann að vélsleðanum. Hinn er meðvitundarlaus. Það ætti ekki að gera honum mein, þótt hann liggi þarna nokkrar mínútur enn. Það var auðvelt að draga manninn á litla sleðanum þangað, sem vélsleðinn beið, en allmiklu örðugra að koma honum inn í klefann. Með samtaka aðburðum tókst það þó að lokum. — Sjáið um hann, O'Donovan, sagði Ranworth. Jæja, drengir, nú verðum við að sækja hinn. Taktu sleðann með þér, Guy. Við þurfum að nota hann. Það snjóaði mikið. Þegar þeir komu aftur þangað, er þeir höfðu eftir skilið ■hinn meðvitundarlausa mann, var hann nálega horfinn í snjóskafl. — Ég vildi ógjarna draga þenna sleða langan veg, hugsaði Leslie, þar sem hann lagðist í taugina með Guy og blátt áfram barðist móti hríðinni, sem þyrlaðist um andlit hans. Mér þætti fróðlegt að vita, hversu langt, aumingja mennirnir hefðu gengið. Síðari maðurinn, er þeir björguðu, var lægri en hinn fyrri, en aftur á móti þreknari, og það var nálega eins erfitt að koma honum inn í sleðann og hinum. — Hjúkraðu þessum vesalings manni, Guy, sagði Ranworth. Leslie, settu af stað. Ef við ekki komumst strax af stað, fennir yfir okkur. — Hvað eigum við að gera með þenna? spurði Leslie og benti á smásleðann, sem mennirnir höfðu dregið. — Fleygðu honum. Ég hugsa, að við þurfum ekki að nota hann frekar. En taktu pinkilinn þarna og vittu, hvað í honum er, áður en þú losar þig við sleð- ann. Leslie gerði, eins og honum var sagt. Það sem í pinklinum var, sagði sína sögu. Innan í skinnstranganum var biti af hráu selskjöti og nokkrar myglaðar tvíbökur. — Neyðarbrauð, sagði Ranworth. Jæja, Leslie, af stað! Við megum engum tíma eyða. Meiðarnir komu ekki lengur að not- um í svo lausum snjó, og sleðinn rann af stað á hjólunum, með fimm mílna há- markshraða á klukkustund. Á meðan hafði Guy fylgt dæmi O’Do- novans. Hann hafði fært sjúkling sinn að mestu úr fötunum og nuddaði brjóst hans og enni með snjó. Báðir mennirnir voru svo tærðir orðn- ir, að þeir líktust átakanlega tveim beinagrindum. Rifin stóðu út í húðina, sem var svört af óhreinindum, sóti og olíu. Hái maðurinn, sem ekki hafði að fullu misst meðvitund, gaf litlu síðar merki um, að hann langaði í mat. O’Donovan hafði opnað súpudós, og hitað innihaldið á suðuáhaldinu. Maður- inn fékk nokkrar skeiðar af súpunni til að hressa sig á. — Hvers vegna yfirgáfuð þér leifarn- ar af leiðangri Ranworths? spurði Guy. Maðurinn horfði hissa á hann og hristi höfuðið. Guy endurtók spurninguna. Maðurinn svaraði nokkrum orðum, sem hann skildi ekki. — Ég held að að sé eitthvað einkenni- legt með þenna kumpána, sagði O’Dono- van. — Hvað eigið þér við? spurði dreng- urinn. — Hann er útlendingur, og það var áreiðanlega enginn útlendingur með í leiðangri herra Ranworths. Allir menn- imir voru Englendingar. Þegar Guy hafði hlúð vel að sjúklingí

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.