Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Qupperneq 26
120
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hann gerði enga tilraun til að smeygja
lykkjunni yfir um sig aftur. Hann tók
aðeins í kaðalinn með höndunum.
Drengurinn gekk nú af stað. Það var
létt að draga Rússann eftir ísnum.
Aftur heyrðust kvíðvænlegir brestir.
Kaðallinn varð skyndilega slakur, og
Leslie datt áfram óttasleginn. Hann flýtti
sér á fætur, hræddur um, að förunautur
hans væri horfinn í hyldýpið. Petrovitch
hafði einnig búizt við slysi, og í stað
þess að leggja enska drenginn í nokkra
hættu, hafði hann sleppt tökum á kaðlin-
um, án þess að segja til þess.
Leslie var nú öruggur. En kaðallinn
hafði dregizt saman, er honum var svo
skyndilega sleppt, og lá nú tíu fet frá
Rússanum.
ísinn brakaði og stundi undir Petro-
vitch, þegar hann tók að skríða í áttina
að kaðlinum.
Leslie sá ísinn ganga í öldum undir
þunga hans, meðan hann nálgaðist þuml-
ung eftir þumlung. Eftirvæntingin
reyndi mjög á taugarnar.
Loks komst Pétrovitch að kaðlinum.
Leslie hélt óðar af stað aftur og dró
Rússann á eftir sér, þangað til hann
komst á traustan grundvöll hinum megin
við gjána.
Enski drengurinn og rússneski risinn
réttu báðir ósjálfrátt fram aðra hönd
sína. Þeir tókust í hendur fast en þegj-
andi.
Þeir voru nú komnir heilu og höldnu
yfir gjána. En hvernig mundi þeim
ganga, er þeir færu til baka að sleðan-
um? Þar sem þeir tveir höfðu rétt með
naumindum komizt yfir, hvernig gátu þá
tólf menn haft nokkra von um það?
Þeir gengu þegjandi áfram. Aðeins
stöku sinnum skiptust þeir á nokkrum
orðum á frönsku. Skyndilega herti Rúss-
inn gönguna ósjálfrátt. Flakið af loft-
farinu bar fyrir augu þeirra.
Iskofinn, sem byggður hafði verið
nokkur fet frá flakinu, virtist ærið lítillr
samanborið við hina stóru, brotnu og
beygluðu álmhluta1) úr flakinu.
Yfir kofanum blakti blái St. Andrésar-
krossinn á hvítum grunni, — hinn rúss-
neski fáni.
Petrovitch kallaði til kofans, og óðar
kom hópur manna skríða/idi út úr hon-
um eins og býfluugr úr flugnabúi.
Er þeir komu nær, sá Leslie, að þeir
voru allir háir og þreklega vaxnir, auð-
sjáanlega sönn ímynd hraustleikans;.
Hann gat ekki vanizt því, að bera þá
saman við hina þrautpíndu meðlimi
Claude Ranworths-leiðangursins og við
Petrovitch og Dmitri, þegar þeim var
bjargað. Petrovitch hafði sagt, að hann
hefði yfirgefið þá, er hungursneyðin
vofði yfir þeim.
Petrovitch flýtti sér að kynna Leslie.
og þeir gengu strax inn í kofann.
Hér fékk drengurinn lausn gátunnaiv.
A steinolíuofni, sem búinn hafði verið til
úr brotum úr loftfarinu, var tilbúin steik
úr bjarnarkjöti.
Skömmu eftir að Petrovitch og Dmi—
tri voru farnir, hafði hvítabjörn komið
að kofanum. Rússarnir höfðu ráðist á
hann með hnífum sínum og ráðið skjótt
niðurlögum hans.
Eftir góða máltíð, sem etin var í flýti,
var hafinn undirbúningur um að hverfa
brott frá hinu strandaða loftfari.
Almsleði, sem einnig var gerður úr
brotum úr loftfarinu, var fylltur með
farangri manna, nokkrum vísindatækj-
um og dagbókum. Eftir ráðleggingu Pe-
trovitch voru einnig teknir með tveir
langir kaðlar.
Það varð áköf orðasenna um sleða-
hlassið. Petrovitch og tveir aðrir mæltu
á móti því, að svo mikið skyldi tekið, en
Aluminiumsdele.