Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 30
124
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
úr garði að það mátti greinilega sjá að
það átti að tákna kvenmann, já, meira
að segja nakinn kvenmann. Um það gat
enginn efazt.
Þannig varð það að minningin um
Jám-Maríu, sem öllum þjónaði með lík-
ama sínum, en geymdi þrátt fyrir allt
sitt góða og göfuga hjarta, var gerð ó-
dauðleg af höndum trúaðra.
/
(Höf. sögu þessarar, Pierre Mille, er alþekkt-
ur, franskur rithöfundur, fæddur 1865. Hann
var um langt skeið einn af aðal starfsmönnum
við stórblaðið Le Temps, en hefur jafnframt
þeim störfum skrifað fjölda rómana og poli-
tiskra rita, aðallega frá nýlendum Frakka og
Belga í Afríku. Franska akademíið verðlaunaði
hann árið 1899 fyrir ádeilurit um nýlendustjórn
Belga í Kongó).
Jóhann Frfmann:
Þegar ég var í munkaklaustri.
(Niðurlag).
Fáeinar hræður flýta sér niður á
stöðvarpallinn. Ég tek tösku mína í
snatri, kveð samferðafólkið kurteislega
og skunda út. Þorpið liggur næstum
neðst í fremur þröngu dalverpi á mjóum
hjalla annars vegar við straumharða á.
Frá stöðinni eru nokkrar tröppur upp
að ganga, og er þá komið á aðalgötu bæj-
arins. Hún er illa upplýst og skuggaleg;
fáar hræður eru þar á ferli og engin
vagnaumferð, enda er nú tekið að líða
að nóttu.
Skógurinn í snarbrattri fjalíshh'ðinni
skyggir héðan á klaustrið, en nú liggur
það að baki. Ur neðstu kjallarahvelfing-
um þess má heyra dyninn af eimlestinni,
•þegar þessi ásareið nútímans þeysir
gegnum fjallið, bókstaflega gegnum holt
og hæðir langt niður í jörðunni.
Mér tekst að ná í strákhnokka á göt-
unni og reyni að gera honum skiljanlegt,
að ég þurfi fylgdar með upp á fjallið.
Hann bendir og bandar og er óðamála;
mér skilst, að hann ætli að spyrja for-
eldra sína um leyfi, og svo hverfur hann
út í buskann og bendir til mín, að ég
skuli bíða, hann komi aftur. Ég set tösku
mína niður og sezt á hana um stund.
Enginn maður sést nú á ferli, en í húsun-
um handan við götuna eru ljós í fáein-
um gluggum. Ég staulast þangað yfir og
inn í veitingakrá. Þar er dimmt og óvist-
legt. Þrír menn sitja þar að drykkju.
Mér sýnast þeir þorparalegir á svip, en
kannske hefur það stafað af því, að ég
var orðinn þreyttur og ekki laust við að
geigur nokkur væri í mér. Ég náði í veit-
ingamanninn og reyndi að gera honum
skiljanlegt, að ég bæði hann að hringja
upp til munkanna, tilkynna þeim komu
mína og biðja þá að sækja mig, enda leizt
mér ekki á að gista þama um nóttina, og
hafði enda ekki fjárráð til óþarfa eyðslu.