Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 31
ÞEGAR ÉG VAR í MUNKAKLAUSTRI
125
V eitingamaðu riiin, sem var franskur,
hvarf á brott, og vissi ég ekki gjörla,
hvort hann hafði skilið mig, en ég sá þó
þann kost vænstan að bíða átekta.
Hreiðraði ég mig nú úti í horni og lét
sem minnst á mér bæra. Mennirnir við
borðið voru þögulir og drukku fast,.en mér
virtust þeir öðruhvoru gefa mér illt auga,
og hvörfluðu í huga mér ýmsar sögur um
ferðamenn, sem myrtir eru til fjár á af-
skekktum stöðum uppi í háfjöllum. Þótti
mér því ráðlegast að taka upp budduna
og hringla í koparskildingunum, svo að
þeir mættu sjá, að hún var næstum tóm,
og ekki feitan gölt að flá, þar sem ég var.
En þeir veittu því enga eftirtekt. Fór svo
fram um stund.
Allt í einu er dyrunum hrundið upp
og inn snaraðist hávaxinn maður í stórri,
svartri kápu og með hornspangagler-
augu á nefi. Hann gengur til veitinga-
mannsins og ræðir við hann stutta stund
á frönsku, en víkur sér svo að mér, rétt-
ir mér hendina, og segir: »Sæll og bless-
aður og vertu velkominn!« á hreinni og
óbjagaðri íslenzku. Þessi maður var hinn
mjög svo umþráttaði landi okkar, skáld-
ið og rithöfundurinn Halldór Kiljan Lax-
ness. Eg hefi geymt mér það þangað til
nú að segja frá því, að hann dvaldi um
þessar mundir — og hafði dvalið lang-
dvölum áður — í klaustri hins heilaga
Márusar í Clervaux; hafði ég staðið í
bréfaskiptum við hann undanfarið, og
hann heitið mér að veita mér alla nauð-
synlega hjálp og aðstoð á meðan ég dveldi
þar, enda efndi hann það dyggilega og
reyndist mér hið bezta, og honum á ég
það að þakka, að ég fór þó ekki alger-
lega jafnvís heimleiðis, heldur nokkru
fróðari um líf og háttu hinna helgu
bræðra. En þarna skildi ég betur en
nokkru sinni áður, að »móðurmálið á
himnesk hljóð«.
Við Halldór héldum nú fótgangandi
upp höfðann,. og virtist mér það óraleið,
í myrkrinu. Víða eru steinrið upp að
ganga, en annars liggur gatan í ótal
krókum vegna brattans gegnum myrkvið-
inn. Halldór hafði hornlugt mikla í hendi,
sem brá skímu á veginn. Síðar komst ég
að því, að góður og breiður akvegur ligg-
ur úr þorpinu upp til klaustursins, en
upp þá hlið höfðans, sem hægust er, og
er það því allmikill krókur. Eftir nokkra
stund komum við að klausturmúrnum.
Ég komst síðar að því, að dyravörður sá,
er lauk upp dyrunum og fylgdi mér til
herbergis, er hálærður verkfræðingur að
menntun, en af kristilegri auðmýkt hefur
hann gerzt þjónn þarna, og aldrei þegið
neina hærri vígslu í klaustrinu. Nú burst-
ar hann skó gestanna og er þjónn þjón-
anna. Slíkir eru þeir margir.
Mér var vísað inn í vistlegt herbergi,
búið látlausum húsgögnum; þar var
breið rekkja, með þykku, stungnu silki-
teppi, í sængurstað, eins og alsiða er
suður þar. Þó ég af mér ferðarykið, þáði
góðan beina og skrafaði síðan við Hall-
dór í klefa hans fram á rauða nótt.
Barst talið vonum bráðar að skáld-
skap. Halldór sýndi mér þykkan bunka
af skrifuðum blöðum, sem lágu fyrir
framan hann á borðinu. Kvað hann það
vera nýja skáldsögu, »100 kapítula úr
lífi vefarans mikla frá Kasmír«.* Hann
var fullur eldmóðs og nýrra hugmynda
og talaði um hve nauðsynlegt væri að
varpa frá sér öllum úreltum og stirðn-
uðum, fornum hugmyndum og siðakenn-
ingum, og veita móttöku hinum nýju,
betri og vekjandi hugmyndum, stefnum
og skáldtækni, fyrir þá, sem í raun og
veru girntust að verða skáld, sem eitt-
hvert mark væri takandi á. »Menn verða
að gleypa heiminn«, sagði hann, »og snúa
* Síðar breytti hann nafni bókarinnar, svo
sem kunnugt er.