Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 40
134
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hundui’ náttúrleg-a. Hann er líklega vitur,
gæti ég hugsað. Ef til vill fremur hann
strákapöi’, eins og Peik í ævintýrinu?
Kaupmaðurinn hló og flissaði. Hann
var auðsjáanlega glaður yfir því, að lög-
regluþjónninn virtist hafa gleymt »við-
skiptunum«.
— Beztu þakkir fyrir mig, sagði »bar-
óninn«. Svo skipaði hann ökumanninum
að aka til lögreglustöðvarinnar í bæ
nokkrum þar í námd, er hann nefndi.
— Well, herra lögregluþjónn.
Bifreiðin þaut af stað.
»Baróninn« hraut mettur og ánægður
í aftursætinu.
Það var verulega fagur morgunn, þeg-
ar hann ók inn í bæinn og heim að lög-
reglustöðinni.
— Bíðið augnablik ökumaður.
— Well, herra leynilögregluþjónn.
»Baróninn« dró seppa með sér og
stefndi inn á bækistöð óvinanna. Það
varð að tefla á tvær hættur með seppa
og hálsbandið ennþá einu sinni.
— Ég er Eriksen leynilögregluþjónn úr
leynilögreglunni í Osló, sagði »baróninn«
og fitlaði við hálsbandið, svo að »Lög-
reglan í Osló« gæti blasað við næturvörð-
unum. Það hafði hin venjulegu áhrif.
— »Ég hef verið að leita að smyglur-
um í alla nótt, og ég hef ástæðu til að
halda, að það verði mjög stór og góð
veiði. í þetta sinn hef ég aðeins náð í
einn bifreiðarstjóra. Hann situr hérna
úti og flöskumar liggja í bifreiðinni. En
ég þarf að flýta mér áfram, svo að þið
verðið að taka við honum. Jæja, verið þið
sælir á meðan. Kannske þið viljið gæta
hundsins fyrir mig líka. Ég þarf ekki á
honum að halda, en mun koma aftur eft-
ir svo sem klukkutíma. Þá skal ég yfir-
heyra bifreiðarstjórann. Þið getið sett
hann inn á meðan.
— Það skal gert. Næturverðimir litu á
hundinn. Við skulum gæta þeirra beggja.
Er hann hérna úti?
— Já, ég skal nú senda hann inn.
»Baróninn« gekk út til ökumannsins.
— Ef þér viljið fara inn á lögreglu-
stofuna, fáið þér laun yðar greidd.
Ökumaðurinn þakkaði og fór inn.
»Baróninn« hvarf úr augsýn fyrir
næsta götuhorn.
Samtalið, sem fram fór milli þáverandi
yfirvalds og hins vaska bifreiðarstjóra
frá Osló var upphaflega mjög blandið
misskilningi.
Lögregluþjónninn vildi ekki heyra
minnst á nokkra launagreiðslu, en bar
það blákalt fram, án nokkurrar vægðar,
að ökumaðurinn væri afburðasmyglari,
með fulla bifreið af bi’ennivínsflöskum.
Ökumaðurinn hrópaði á Eriksen, en
Eriksen kom ekki. Hann kom hvorki þá
né síðar. Hann var gersamlega horfinn,
og það leið alllangur tími áður en hann
fannst.
— Jæja, þú kemur þá og borðar mið-
degisverð hjá mér.
— En er þá konan þín við því búin?
— Já, sei-sei, já. Við rifumst út af því
heilan hálftíma í morgun.
— í gær spiluðum við um peninga,
þangað til klukkan tvö í nótt og ég var
óvenju heppinn.
— Hvað vannstu mikið?
— Nei, — ég vann ekkert. En konan
mín var sofnuð, þegar ég kom heim.
— Hvað er það að vera fullorinn, Óli
litli?
— Það er þegar maður er hættur að
vaxa í báða enda og vex bara um miðj-
una.