Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Qupperneq 44
138
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
hreinsa hánn áður en hann verður verzl-
unarvara. Nokkuð af sírópinu er notað
óbreytt, en úr miklu af því er unnið á-
íengi, romm. Það fæst á þann hátt, að
gersveppir, sem lifa á sykurreyrnum
valda gerð í sykursafanum og sírópinu.
Síróp og romm eru þannig aukageta við
sykurframleiðsiuna.
b. Sykurrófa (Beta saccharifera).
Sykurrófan er af hélunjólaætt ekki ó-
skyld spínati. Hún er afbrigði róí'uteg-
undar, sem víða er ræktuð í Evrópu til
fóðurs (runkelrófa), annað afbrigði sömu
tegundar er rcmðrófan, sem lítið eitt er
ræktuð hér á landi. Sykurrófan er tví-
ær planta eins og gulrófan, forðarót
hennar er fremur grannvaxin en furðu
sykurauðug. Sykurinn er uppleystur í
rótarsafanum, og er að meðaltali 18—
14% safans sykur. Til sykui’vinnslu er
rófan tekin fyrra sumarið sem hún lifir,
því að siðara sumarið eyðir hún, eins og
aðrar tvíærar plöntur, forða sínum.
Saga sykurrófunnar er merkileg fyrir
ýmissa hluta sakir. Menn höfðu þekkt
hana lengi hér í Evrópu, án þess að
nokkrum dytti í hug, að planta þessi gæti
orðið til verulegra nytja. Sá, er fyrstur
hóf máls á þvi, að fært mundi að rækti
hana til sykurframleiðslu, var þýzkui
efnafæðingur, Marggraf að nafni. Það
var 1747. Nálægt 50 árum seinna voru
nokkrar tilraunir fyrst gerðar í þessa
átt í Schlesíu, en árangurinn varð lítill
eða enginn. En skömmu þar á eftir hóf-
ust Napoleonsstyrjaldirnar með siglinga-
teppu og hafnbanni, og varð þá torvelt
að fá sykur í Evrópu frá sykurlöndunum
fyrir vestan haf. Tóku menn því til ó-
spilltra málanna við sykurrófnarækt, til
að bjarga sér frá sykurskortinum, en
sykur var þá farinn að verða furðu al-
menn neyzluvara. Meðan á styrjöldinni
stóð, gaf rófnaræktin góðar tekjur, enda
þótt sykurmagn rófnanna væri ekki
meira en 5—7%. Varð sykurrófnarækt
algeng um þessar mundir í Frakklandi
og ýmslum héröðum Þýzkalands og Aust-
urríkis. Þegar styrjöldinni létti og sam-
göngur urðu frjálsar á ný, gat sykurróf-
an enganveginn keppt við sykurreyrinn
•vestræna. Attu nú sykurrófnaframleið-
endurnir erfitt uppdráttar. Þá kemur til
sögunnar franskur garðyrkjumaður, Lo-u-
is de Vtimorin að nafni, sem er einn af
helztu frömuðum garðyrkjuvísindanna.
Með kynbótum og úrvali tókst honum að
skapa rófnastofna, sem vom helmingi
sykurauðugari en áður þekktist, eða með
12—14% sykurmagni. Er það eitt hinna
skýrustu dæma um hagnýt náttúruvísindi,
og varð til þess að bjarga sykurrófna-
ræktinni í Evrópu. Síðar hafa einkum
þýzkir garðyrkjumenn haldið starfi Vil-
morins áfram, og hefur þeim tekizt að
kynbæta sykurrófna svo, að nú eru til
rófnastofnar með allt að 20% sykur-
magni.
Helztu sykurrófnalöndin eru: Frakk-
land, Þýzkaland, Tjekkoslovakia og ná-
grannalönd þeirra. Þannig hefur oft ver-
ið almikil sykurrófnarækt um sunnan-
verð Norðurlönd, í Danmörku og Suður-
Svíþjóð. Annars er loftslag fullkalt fyrir
hana, þegar svo langt dregur norður á
bóginn, og auk þess gerir hún miklar
kröfur til jarðvegs. Það hefur annars olt-
ið á ýmsu með sykuiTÓfnaræktun og syk-
urframleiðslu Evrópulandanna, því að
samkeppnin er hörð við sykurreyrslönd-
in, sem bæði hafa auðfengnari fram-
leiðslu frá náttúrunnar hendi og ódýrari
vinnukraft. Þannig er talið, að einn
hektari lands gefi af sér 3—4000 kg. af
rófnasykri en 8—12000 kg. af reyrsykri.
Framleiðslukostnaður á einni smálest
reyrsykurs er á Java og Cuba 40—50
dollarar, en á einni smálest rófusykurs í
Evrópu 75—100 dollarar. Tölur þessar